is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20122

Titill: 
  • Tölvustutt tungumálanám á framhaldsskólastigi : tæknin sem stuðningstæki í enskukennslu.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar ritgerðar var að kanna notkun tölvutækni í enskukennslu við framhaldsskóla á Íslandi og fjalla um hugtakið tölvustutt tungumálanám til að skoða viðfangsefnið nánar.
    Höfundur ákvað að nálgast viðfangsefnið með því að gera rannsókn á viðhorfum og störfum enskukennara á framhaldsskólastigi á Íslandi. Sjö enskukennarar við jafnmarga framhaldsskóla tóku þátt í rannsókninni, tveir karlmenn og fimm konur. Þátttakendur voru á aldrinum 28 – 44 ára með kennslureynslu frá einu upp í sextán ár. Rannsóknin var eigindleg og byggði á hálfopnum viðtölum sem tekin voru á vorönn 2014, þar sem spurt var um viðhorf kennaranna til tölvustudds tungumálanáms (TST) og hvernig þeir nýttu tækni í eigin kennslu.
    Niðurstöður leiddu í ljós ólíkar skoðanir kennaranna á tölvustuddu tungumálanámi. Misjafnt var hversu mikið þeir studdust við tölvutækni í kennslu þrátt fyrir að allir virðist nýta hana í einhverju mæli. Aðstaða á vinnustað auk viðhorfs samstarfsfélaga virtist hafa mikil áhrif á hvort kennararnir nýttu sér TST í starfi. Tækninotkun viðmælenda í kennslu snéri helst að notkun ritvinnsluforrita og internetsins. Netið nýttist helst til upplýsingaleitar, notkunar á netorðabókum sem og við val á hlustunarefni. Kennararnir voru sammála um marga kosti jafnt sem galla upplýsingatækninnar. Ekki voru allir sammála um hvaða aðferðir hentuðu best til að æfa ýmsa færniþætti líkt og hlustun og ritun og hversu jákvæð tölvunotkun nemenda í tímum væri. Öllum kennurunum þótti tæknin henta vel í enskukennslu vegna mikils framboðs efnis, en skiptar skoðanir voru á hversu mikið ætti að nýta hana.
    Sumir kennarana vildu banna tölvu- og farsímanotkun nemenda sinna meðan aðrir gáfu nemendum lausari taum. Kennararnir sem voru jákvæðastir gagnvart TST virtust eiga það sameiginlegt að telja að nemendur bæru ábyrgð á eigin námi og að þeir þyrftu að læra að vinna með tækninni. Flestir sögðust hafa lært fremur lítið um notkun tækni í kennslu í sínu skyldunámi til kennsluréttinda. Allir, utan eins viðmælenda, töldu sig hafa gagn af því læra meira um TST og nýtingu þess í námi og kennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    The main aim of this essay was to view how computer technology was used in English teaching in upper secondary schools in Iceland and to discuss the concept of computer assisted language learning in order to observe the subject in more detail. To approach the subject the author decided to conduct a research and aim of this research was to get an insight into the attitude and work procedures of English teachers. Seven English teachers in seven colleges took part in the research; two men and five women. The participants´ age range was from 28 to 44 years old with teaching experiences ranging from one year up to sixteen. The research was qualitative and based on semi structured interviews that took place during the spring term of 2014, where the teachers were asked about their opinion on computer assisted language learning and how they use technology in their teaching.
    The results show that the teachers have very different views on computer assisted language learning (CALL). How much they use technology in their teaching varies, but all of them seem to use it to a certain point. School facilities as well as co-workers attitudes seem to have the most influence regarding the use of CALL in teaching. The teacher´s use of technology is for the most parts limited to the use of Word processors and the internet. The internet is mostly used for information search, including the use of online dictionaries and finding material to practice listening. The teachers agreed on some of the downsides of infomational technology, for example that plagiarism has become a greater issue with the use of the internet. The teachers disagreed on which methods best suited to practice different language skills, for example listening and writing as well as how beneficial computer use in class is for the students.
    All of the teachers agreed on that technology is enriching English teaching because of the amount of material one can find online but they disagreed on how much CALL should be used in class. Some of the participants banned students from using computers and phones in class while others were less strict on the matter. The teachers who held a more positive view towards CALL seemed to share the opinion that students were responsible for their education and needed to learn how to work along with the use of technology. Most of the teachers stated that they had learned little about the use of technology in teaching during their teacher education studies. All the teachers except one believed it would be beneficial to learn more about CALL and its uses in teaching and learning.

Samþykkt: 
  • 26.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magndís H. Sigmarsdóttir. M.Ed ritgerð.doc. HP.pdf896,95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna