is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20123

Titill: 
  • Að hverfa frá tvíhyggjunni og viðurkenna fjölbreytileikann : krafa um aukna meðvitund og þekkingu um intersex
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Intersex er líffræðilegt tilbrigði, regnhlífarhugtak yfir margs konar útfærslur meðfæddra líffræðilegra einkenna þar sem kynfæri, kynkirtlar, genasamsetning, litningar og/eða hormón eru frábrugðin því sem almennt er talið skil greina kvenkyn eða karlkyn. Markmið verkefnisins er að auka meðvitund um intersex einstaklinga og varpa ljósi á mikilvægi þess að hafa þá í huga í allri stefnumótun stjórnvalda og yfirvalda menntamála. Umfjöllunin snýr að opinberri og vísindalegri orðræðu um intersex, hvernig hún samræmist hugmyndum kynjafræðinnar um kynjakerfi og hvernig hún horfir við sjálfsskilningi intersex einstaklinga. Ríkjandi hugmyndir um kyn byggja á tvíhyggjukynjakerfi sem gerir ráð fyrir því að kynin séu tvö; konur og karlar. Líffræðileg fjölbreytni intersex líkama gengur þvert á ríkjandi viðmið um kynja-tvenndina og er því mikil áskorun við hugmyndina um náttúrulegan eðlismun og aðskilnað kynjanna. Í orðræðu heilbrigðisvísinda eru intersex líkamar sjúkdómsvæddir og því er talið nauðsynlegt að laga þá. Sjálfsskilningur intersex einstaklinga getur stangast á við ríkjandi orðræðu vísindanna, en orðræðan getur vissulega haft áhrif á upplifun þeirra af eigin líkama. Í opinberri orðræðu er gjarnan talað um intersex einstaklinga með óviðeigandi hugtakanotkun þar sem fjölbreytni varðandi líkama er ekki samfélagslega viðurkennd. Vandamál intersex einstaklinga liggja ekki hjá þeim sjálfum heldur í samfélagsgerðum og krefjast því samfélagslegra úrræða.

Samþykkt: 
  • 26.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20123


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
UM_LokaverkefniBA.pdf831.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna