is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20124

Titill: 
  • Námskrár leikskóla með áherslu á málþroska ungra barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Málþroski og málörvun tveggja og þriggja ára barna var athugaður í þremur leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Markmið verkefnisins er að athuga hvort leikskólarnir vinni markvisst með málörvun yngri barnanna út frá námskrá hvers skóla. Til að ná þessu markmiði var sett fram rannsóknarspurningin, hvernig er staðið að málörvun yngstu nemendanna með tilliti til námskrá viðkomandi leikskóla. Leitað var svara við henni með því að skoða námskrá hvers skóla og athugað hver sé yfirlýst stefna þeirra varðandi málþroska og málörvun barna og hvernig staðið er að framkvæmd hennar. Sérstaklega var litið til þess hvort til sé áætlun um málörvun tveggja og þriggja ára barna. Ekki var hægt að greina sýnilega almenna stefnu í markvissri málörvun tveggja og þriggja ára barna í námskrá tveggja leikskóla af þremur. Aðalnámskrá leikskóla er leiðarvísir fyrir leikskólastarf og gefin út af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Skólanámskrá hvers leikskóla verður að taka mið af aðalnámsskrá. Málþroskaskimunin EFI-2 var notuð til að kanna stöðu þriggja ára barna í málþroska sínum og starfsfólk yngstu deilda leikskólanna svaraði spurningalistakönnun um mál hvetjandi umhverfi. Einn leikskóli af þremur var áberandi meira samstíga í svörum sínum samanborið við hina tvo.
    Mismunandi útfærslur á skólanámskrám höfðu lítil sem engin áhrif á málþroska barnanna. Því til stuðnings eru niðurstöður úr EFI-2 málþroskaskimuninni, þær sýna mjög svipaðar niðurstöður milli leikskólanna þriggja. Fram kom í skólanámskrám að einn leikskólanna hafði betur útfærða námskrá með tilliti til málörvunar en hinir tveir. Ekki var hægt að sjá að það hefði einhver áhrif á niðurstöður. Eðlilegur málþroski barna virðist óháður umhverfi og stefnum upp að ákveðnu marki.

Samþykkt: 
  • 26.11.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Námskrár leikskóla með áherslu á málþroska ungra barna.pdf878.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna