is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20125

Titill: 
 • Tónlist og leiklist í tungumálanámi : líflegt tungumálanám
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Staða dönskunnar er ekki sterk með tilliti til þess hversu oft hún heyrist í umhverfi okkar til dæmis í útvarpi og sjónvarpi. Máláreiti frá fjölmiðlum er því lítið, þegar danska er annars vegar, ólíkt ensku sem heyrist víða. Sú breyting hefur þó orðið að margir hafa aðgang að norrænum sjónvarpsstöðvum. Ríkisútvarpið sýnir auk þess nýlega danska sjónvarpsþætti.
  Megintilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hvaða áhrif tónlist og leiklist geta haft á tileinkun erlends máls hjá nemendum. Lögð er áhersla á dönskunám og dönskukennslu í grunnskóla en það mætti yfirfæra á fleiri tungumál og fleiri aldursstig. Inn í þetta fléttast hvernig minni okkar er háttað og hvernig mismunandi náms- og kennsluaðferðir geta hjálpað okkur að festa í minni það sem að er stefnt. Tjáskipta- og verkefnamiðaðar námsaðferðir ríma vel við þessar hugmyndir.
  Ekki hefur tekist að sýna fram á eina náms- eða kennsluaðferð eða leið sem er betri en önnur við tileinkun annars tungumáls. Líflegt tungumálanám er líklegt til að vekja áhuga nemenda og stuðla að jákvæðri sýn á dönskunám, sem mætir oft talsverðri neikvæðni. Tónlist og leiklist í tungumálanámi flokkast tvímælalaust undir líflega kennsluhætti og þegar þessar listgreinar eru notaðar í kennslu er auðvelt að leggja áherslu bæði á hlustun og tjáskipti á markmálinu.
  Í viðtali við tvo starfandi dönskukennara kemur fram að notkun tónlistar hefur reynst þeim vel í kennslu. Hún er til þess fallin að auka fjölbreytni og gera tungumálanám og tungumálakennslu lifandi og skemmtilega.

Samþykkt: 
 • 26.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20125


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed Þórunn Guðgeirsdóttir.pdf872.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna