is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20127

Titill: 
 • „Allir þarfnast umhyggju“ : sýn framhaldsskólanema á mikilvægi umhyggju kennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn er fjallað um mikilvægi umhyggju (e. care) á framhaldsskólastigi. Horft er sérstaklega á umhyggjuhugtakið út frá hugmyndum fræðimanna á borð vil Nel Noddings sem telur að umhyggja sé kjarni skólastarfs á öllum skólastigum og lykillinn að árangursríkri menntun.
  Um er að ræða eigindlega rannsókn sem fór fram í einum af framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins. Þátttakendur voru átta ungmenni á fjórða og síðasta námsári sem stunduðu nám á ólíkum námsbrautum. Megintilgangur rannsóknarinnar var að átta sig á hvernig umhyggja kennara birtist unglingum á framhaldsskólastigi. Leitað var svara við spurningunni „Hvernig birtist umhyggja kennara í kennslu og samskiptum að mati framhaldsskólanema?“.
  Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að of margir kennarar sýna ekki umhyggju á þann hátt sem unglingarnar vilja. Þeir vilja hafa umhyggjusama kennara vegna: a) Umhyggjusamir kennarar sýna nemendum sínum virðingu; b) Þeir láta sig varða nemendur sína og er annt um velferð þeirra, að þeim gangi vel í námi og hafi trú á þeim sem námsmönnum; c) Umhyggjusamir kennarar eru til staðar fyrir nemendur, hvetja þá, styðja og hrósa nemendum fyrir vel unnin störf; d) Þeir nota fjölbreyttar kennsluaðferðir og lifandi kennslu til þess að ná vel til nemenda og vekja áhuga þeirra á námsefninu.
  Von mín er sú að rannsókn þessi efli umræður meðal skólafólks um mikilvægi umhyggju í skólastarfinu á öllum skólastigum. Umhyggjuhugsun virðist vera vanmetin á efri stigum grunnskóla og í framhaldsskólum og háskólum þótt hún þyki sjálfsögð í leikskólum (Noddings, 2005a; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2007).

Samþykkt: 
 • 26.11.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20127


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
larahuld-umhyggja.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna