en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20131

Title: 
 • is Áætlanagerð í samstarfi foreldra og kennara
Submitted: 
 • October 2014
Abstract: 
 • is

  Markmiðið með þessu verkefni er að kanna viðhorf til áætlanagerðar í íslenskum grunnskólum og til samstarfs foreldra og kennara í því efni. Unnið er úr gögnum úr tveimur spurningalistum, annars vegar til foreldra og hins vegar til kennara. Unnið var úr völdum spurningum úr könnun meðal foreldra í rannsókninni Starfshættir í grunnskólum 2009 – 2011, þátttakendur sem svöruðu voru 3481 og svarhlutfall 67%. Til að kanna viðhorf kennara til sömu atriða var vorið 2014 lagður spurningalisti fyrir 79 kennara í einum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu , svarhlutfall var 62%.
  Foreldrar og kennarar þurfa að sameinast um þátttöku í skólagöngu og námsframvindu nemenda eins og íslensk lög kveða á um. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa ákveðna mynd af stöðunni og viðhorfum foreldra og kennara. Foreldrar telja að þátttaka þeirra í áætlanagerð um nám barna þeirra skipti meira máli en þátttaka þeirra í skólanámskrárgerð. Samskiptin við foreldra fara að mestu leyti fram með rafrænum hætti og foreldrar töldu skólann hafa sjaldan samband heim. Viðhorf kennara virðast um margt vera svipuð og foreldra. Þeir hafa áhuga á samvinnu um áætlanagerð varðandi nám einstakra barna en minni áhugi er fyrir aðild foreldra að skólanámskrárgerð. Af svörum kennaranna að dæma þá leggja þeir mikla vinnu í áætlanir og birtingu þeirra. Einnig telja þeir að tækifæri foreldra til þátttöku í skólastarfinu séu oft meiri en foreldrar nýti. Rannsóknir sýna að ávinningur af foreldrasamstarfi getur verið mikill og að gerð áætlana um samstarf megi nýta til að stuðla að aukinni þátttöku foreldra.
  Rannsóknin gefur innsýn í jákvæð viðhorf foreldra og kennara til samstarfs í skólastarfi og gefur til kynna að báðir hópar telji mikilvægt að styrkja það. Af niðurstöðum rannsóknarinnar að dæma má gera ráð fyrir að formlegar áætlanir myndu gera samstarfið markvissara og jákvæðara.

Accepted: 
 • Nov 27, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20131


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Edda Jónsdóttir..pdf906.67 kBOpenPDFView/Open