is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20142

Titill: 
 • Tölfræði í handknattleik : hugmynd að forriti
 • Titill er á ensku Statistics in team handball : idea for an application
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Nútímahandknattleikur er hröð íþrótt þar sem vafaatriði eru mörg. Leikgreining er sífellt að verða mikilvægari þáttur í leiknum. Tæki til leikgreininga hafa hins vegar ekki fylgt eftir hraðri tækniþróun síðustu ára. Nú fer nær öll leikgreining fram eftir leiki. Þó er einhver tölfræði skráð niður í leikjum, yfirleitt á blað. Slík tölfræðiskráning nýtist hins vegar illa meðan á leik stendur. Í dag hafa flestir aðgang að spjaldtölvu og/eða snjallsíma og gætu slík tæki nýst vel bæði til skráningar og til að sjá myndræna greiningu og lýsandi tölfræði.
  Markmið þessarar ritgerðar er að bera kennsl á þá tölfræðilegu þætti sem nýtast þjálfurum meðan á leik stendur til að taka betri ákvarðanir og auka þar með líkur á betri úrslitum og hvernig sú tölfræði þarf að birtast til að nýtast sem best. Þessi ritgerð er enn fremur hugsuð sem undirbúningsvinna fyrir gerð tölfræðiforrits sem hægt væri að nota til skráningar á tölfræði.
  Ritgerðin byggir á eigindlegri aðferðafræði þar sem opin einstaklingsviðtöl með fyrirfram ákveðnum viðtalsramma voru tekin við átta þjálfara í efstu deild karla og kvenna. Valdir voru þjálfarar liða á toppi, við miðbik og botn deildanna á ákveðnum tímapunkti tímabilið 2013-2014.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu 35 þætti, 13 sóknar-, 8 varnar-, 5 markmanns- og 9 aðra þætti sem viðmælendum og rannsakanda töldu vera mikilvæga. Nokkrir tölfræðiþættir komu rannsakanda nokkuð á óvart, en það voru þættir eins og sóknarnýting, fjöldi sókna, árangur miðað við liðsskipan og markvarsla miðað við varnarskipan. Rannsakandi telur að vöntun sé á forriti sem þjálfarar geti nýtt meðan á leik stendur og að þessi ritgerð sé góð undirbúningsvinna fyrir slíkt forrit.

 • Útdráttur er á ensku

  Modern handball is a fast-paced sport where there are many uncertainties regarding interpretation. Game analysis has become ever more important factor of the game. Yet, tools for such analysis have not followed the fast-moving technical development of the past years. Now, almost all game analysis takes place after each game. But some statistics is recorded during a game, usually with a pen and paper. Such recording does not come in handy for that particular game. Today, most people have access to a tablet and/or a smart phone and such gadgets could be useful for gathering information as well as display graphical results and descriptive statistics.
  The aim of this thesis is to identify the statistical indicators that would benefit coaches during playtime, so that they will be able to take better decisions and thus, increase the likelihood of better results, and how those indicators need to be displayed to be of most value. This thesis is also thought as a groundwork for making a statistical application that can be utilised to record statistics during playtime.
  The thesis is based on qualitative approach where open individual interviews with a fixed frame were used. Eight coaches were interviewed (from top, middle and bottom at a certain point during 2013-2014 season in both male and female top handball division).
  The results showed 35 indicators, i.e. 13 offensive, 8 defensive, 5 goalkeepers´ and 9 other indicators that the coaches and the researcher found important. Some of the indicators came as a surprise to the researcher. These were indicators such as offensive efficiency, number of attacks, lineup analysis and goalkeeper´s performance based on defence selection. The researcher believes there´s a need for an application that would be useful for coaches during playtime, and this thesis would lay a good groundwork for such an application.

Samþykkt: 
 • 4.12.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tölfræði í handknattleik.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna