Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20151
Í ritgerð þessari er almenn umfjöllun um vilja löggjafans sem lögskýringarsjónarmið, það skýrt hvernig vilji löggjafans birtist og hvernig nýta má hann til lögskýringar. Sér umfjöllun er um vilja löggjafans þegar um er að ræða íþyngjandi lagaákvæði.
Meginþorri ritgerðarinnar er tileinkaður 107. gr. a. umferðarlaga nr. 50/1987 en það ákvæði kveður á um heimild og skyldu til upptöku ökutækja þegar ökumaður eða eigandi ökutækis hefur brotið ítrekað eða stórfellt gegn ákvæðum umferðarlaga. Forsaga lagaákvæðisins er skoðuð með tilliti til þess hver vilji löggjafans var við setningu þess. Lagaákvæðið eru skýrt og þá sérstaklega með tilliti til vilja löggjafans. Þá er framkvæmd upptöku ökutækja á grundvelli ákvæðisins gerð skil og allir dómar þar sem upptöku hefur verið hafnað eða fallist á hana eru reifaðir. Fjöldi ítrekaðra brota annars vegar og fjölda ökutækja sem hafa verið gert upptæk er borinn saman. Þá víkur höfundur ritgerðarinnar að eigin reynslu í þessum málaflokki úr störfum sínum sem lögreglumaður.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vilji löggjafans. 107.gr.a.ufl..pdf | 469.94 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |