is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20153

Titill: 
  • Vilji löggjafans og hugtakið önnur kynferðismök. Umfjöllun um dóm Hæstaréttar 31. janúar 2013 í máli 521/2012
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þann 31. janúar 2013 féll dómur í máli nr. 521/2012 fyrir Hæstarétti sem vakti hörð viðbrögð almennings og fræðimanna á sviði lögfræðinnar. Sá dómur vekur upp spurningar hvort horft hafi verið framhjá skýrum vilja löggjafans að baki hugtakinu önnur kynferðismök í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
    Í þessari ritgerð verður athugað hvort Hæstiréttur hafi fylgt viðurkenndri aðferðarfræði við mat á því hvort leggja beri vilja löggjafans til grundvallar. Skoðað verður hvernig almennt megi finna vilja löggjafans og hvenær megi leggja hann til grundvallar. Þá verður einnig skoðað hvaða sérsjónarmið vakna þegar skýra þarf refsiákvæði. Farið verður í sögu hugtaksins önnur kynferðismök og athugað hver lagavilji að baki því hugtaki var. Að lokum verður farið yfir niðurstöður meiri og minnihluta Hæstaréttar og athugað hvort röksemdir og niðurstöður þeirra samrýmist beitingu vilja löggjafans við túlkun refsiákvæða.

Samþykkt: 
  • 11.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vilji löggjafans og hugtakið önnur kynferðismök.pdf278.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna