Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20154
Hvað veldur því að fámenn þjóð eins og Íslendingar eigi eins marga og efnilega atvinnumenn í Evrópu og raun ber vitni? Hvaða þættir eru það sem hafa áhrif á þróun knattspyrnumanna á Íslandi? Leitast var eftir að finna svör við þessum spurningum í eftirfarandi rannsókn. Rannsóknin var unnin á vormánuðum 2014 og voru eigindlegar aðferðir notaðar við gagnaöflum ásamt því að skoðuð voru tölfræðigögn frá KSÍ og NFF. Opin viðtöl voru tekin við viðmælendur um hugmyndir þeirra hvað varðar árangur íslenskra knattspyrnumanna. Viðmælendur voru einstaklingar sem hafa reynslu af knattspyrnu og af því að vinna með íslenskum knattspyrnumönnum. Helstu niðurstöður voru að umhverfið á Íslandi hvetur til árangurs. Það er vel lagt upp með barna- og unglingastarf og sú staðreynd að ekki er hægt að vera atvinnumaður á Íslandi virðist vera mikill áhrifaþáttur í velgengni knattspyrnumanna. Viðmælendur voru sammála um að persónueinkenni íslenskra leikmanna hentuðu vel fyrir knattspyrnu, aðlögunarhæfni og leiðtogahæfileikar væru eftirsóknarverðir þættir og með því að kaupa íslenska leikmenn fái erlend lið mikla hæfileika fyrir lægri upphæðir en annarstaðar frá.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_Sonja_Björk_2014.pdf | 591.35 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |