is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20158

Titill: 
 • Lögmætt afturhvarf frá tilraun til nauðgunar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ég held að það sé óhætt að segja að kynferðisbrotamál séu með viðkvæmustu málum sem koma fyrir dómstóla. Í 1. og 2. mgr. 194. gr. XXII. kafla almennu hegningarlaganna nr. 19/1940 er fjallað um nauðgun sem er alvarlegasta brotið gegn kynfrelsi fólks og reynir oftast á í réttarframkvæmd. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort reynt hafi á lögmætt afturhvarf frá tilraun til nauðgunar og skoðað verður hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt svo að um lögmætt afturhvarf sé að ræða. Einnig verður litið til þess hvort unnt sé að refsa fyrir það sem þegar hefur verið gert þó svo að lögmætt afturhvarf sé fyrir hendi.
  Í 2. kafla þessarar ritgerðar verður farið yfir ákvæði 1. mgr. 194. gr. almennu hegningarlaganna nr. 19/1940.1 Gerð verður grein fyrir forsögu nauðgunarákvæðisins og þeim breytingum sem orðið hafa á nauðgunarhugtakinu síðan lögin tóku gildi 12. febrúar. 1940. Nauðsynlegt er að skilgreina ákvæðið og verður farið yfir hugtökin samræði, önnur kynferðismök, ofbeldi og að lokum hótun og annars konar ólögmæta nauðung.
  Í 3. kafla verður farið yfir mörk tilraunar og fullframins afbrots. Einnig verður tilraunarásetningur skoðaður og lágmarksskilyrði og einkenni tilraunarverknaðar.
  Í 4. kafla verður gert grein fyrir því hvað telst vera afturhvarf frá tilraun og hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt svo að hægt sé að sýkna af ákæru fyrir tilraunaverk á grundvelli afturhvarfs sem refsilokaástæðu.
  Í 5. kafla verður gerð stuttlega grein fyrir því hvernig lögum um afturhvarf frá tilraun er háttað í Danmörk.
  Í lokakaflanum verður síðan farið yfir umfjöllunarefni ritgerðarinnar og niðurstöður.

Samþykkt: 
 • 12.12.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla_Björk_Guðjónsdóttir_lögmætt_afturhvarf.pdf353.56 kBLokaður til...01.02.2031HeildartextiPDF