Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2016
Rannsóknin fjallar um námsmat og var ætlað að leita þekkingar og skilnings á reynslu nemenda af námsmati. Einnig var henni ætlað að veita upplýsingar um hvernig nemendur teldu námsmatið hafa nýst sér til árangurs í námi.
Rannsóknin var eigindleg og byggðist á átta rýnihópaviðtölum þar sem rætt var við 48 nemendur, annars vegar úr 10. bekk í grunnskóla og hins vegar nemendur á fyrsta ári í framhaldskóla. Nemendur komu frá tveimur grunnskólum sem höfðu ólíka stefnu í námsmati.
Rannsóknin sýndi að nemendur vilja leiðsagnarmat (e. formative assessment). Þeir vildu leiðbeinandi endurgjöf á vinnu sína, endurgjöf sem snýst um verkefni þeirra og vinnuferlið en þeir vildu ekki endurgjöf sem beinist að þeim sjálfum eins og klapp á kollinn. Rannsóknin sýndi að þátttakendum fannst að stór lokapróf og samræmd próf kölluðu á utanbókarlærdóm og segðu ekki mikið um þekkingu nemenda né færni. Nemendur sem rætt var við álitu að betra væri að meta stöðu þeirra í námi út frá stærri verkefnum, svo sem ritgerðum og fyrirlestrum sem nemendur halda sjálfir. Auk þess kom fram að þeir töldu að slík verkefni gætu aukið áhuga þeirra á námi og væru marktækur vitnisburður um hvernig námsmenn þeir væru.
Lykilorð: Lokamat, reynsla nemenda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ragnheidurherm_meistaraverkefni_2008.pdf | 730.73 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |