Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20160
Maðurinn er félagsvera og er honum mikilvægt að lifa í góðu samspili við sitt félagslega umhverfi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna félagshæfni og tengslanet fullorðinna á Íslandi og áhrif hvoru tveggja á líðan. Með þetta markmið að leiðarljósi voru settar fram þrjár rannsóknarspurningar. Í fyrsta lagi er spurt hve félagshæfir fullorðnir einstaklingar á Íslandi séu og hvort munur sé á félagshæfni eftir kyni, aldri, hjúskaparstöðu og fjölskylduformi. Í öðru lagi er spurt hvort fylgni sé á milli félagshæfni og vanlíðunar og í þriðja lagi hvort fylgni sé á milli fjölskyldu-, maka- og vinatengsla. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og unnið úr fyrirliggjandi gögnum ASR sjálfsmatslista. Niðurstöður sýndu fram á góða félagshæfni fullorðinna hér á landi og sýndu ekki fram á kynjamun. Yngri einstaklingar reyndust félagshæfari og með meiri vinatengsl en þeir sem eldri voru. Aldur fólks og hvort það eigi systkini virtist hafa mest forspárgildi varðandi vinatengsl. Þeir sem voru fráskildir höfðu talsvert minni fjölskyldutengsl þegar hjúskaparstaða var skoðuð. Einstaklingar sem voru með betri félagshæfni og öflugra tengslanet voru betur á sig komnir andlega sem sýnir fram á mikilvægi þessara félagslegu þátta. Huga má betur að því að efla tengslanet og bæta félagshæfni fólks. Þá má aukin athygli beinast að eldri einstaklingum samfélagsins, barna sem ekki eiga systkini og hvernig efla má tengsl innan fjölskyldna þegar skilnaður á sér stað.
Lykilorð: Félagshæfni, félagslegt tengslanet, félagslegur stuðningur, vanlíðan.
Humans are social beings and because of this it is important to be able to live in balance and harmony within the social environment. The research goal in this thesis is to examine social competence and social networks of adults and the effect it has on emotional well-being. Three questions direct the goal behind this research. The first question examines the social competency of Icelandic adults, and whether there are any differences in competence based on gender, age, marital status, or family structure. The second question addresses whether there is a correlation between social competence and emotional well-being. The third question seeks to determine if there is correlation between family, spousal, and friendship attachments. This study is a quantitative study that statistically analyzes existing Adult Self-Report (ASR) data. The findings indicated that there is measurably good social competence among adults and there is no difference based on gender. Younger adults showed more social competence and more friendship attachments. Age and whether an individual had siblings seemed to be the best predictors about friendship attachments. Divorced people showed less family attachment when assessed by marital status. The findings showed that better social competence and social networks measurably increase emotional well-being and that is why these social factors are such important qualities. In order for there to be emotional well-being, it is vital to improve social networks and social competence. Special attention and increased support should be provided to older adults, to children that have no siblings and families of divorce.
Keywords: Social competence, social network, social support, emotional well-being.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA ritgerð Ólöf Alda Gunnarsdóttir_AÁ .pdf | 916.25 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |