is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20161

Titill: 
 • Er nafnveiting eiginnafna í samræmi við vilja löggjafans?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Réttur löggjafans til að hlutast til um nafnveitingar hefur verið gagnrýndur en ekki síður hefur Mannanafnanefnd sætt gagnrýni fyrir störf sín sem grundvallast á lögum um mannanöfn nr. 45/1996.
  Í ritgerð þessari er löggjöfin rannsökuð í því skyni að bera saman þá tilætlun löggjafans sem lögin eiga að endurspegla og þá framkvæmd sem skapast hefur um nafnveitingu eiginnafna.
  Mannanafnanefnd starfar eftir lögum um mannanöfn nr. 45/1996 en sérstök þörf er fyrir skýra lagaheimild þegar stjórnvald meðhöndlar veigamikil mannréttindi almennings. Menn geta vitandi vits mótað efnisreglu og vilja þannig koma ákveðnum boðskap til skila sem bundinn er í texta. Sá texti er andlag þeirrar túlkunar er þarf að eiga sér stað til þess að þeirri efnisreglu sé beitt í samræmi við þann vilja eða þá hugmynd, sem textahöfundur hefur ætlað sér að koma áleiðis til túlkandans. Í tilviki laga stafar þessi hugmynd eða vilji, í það minnsta að formi til, frá löggjafanum. Þó að löggjafinn sé eingöngu til í hugmyndafræðilegum skilningi stendur sú hugmynd fyrir neti skoðana og hugmynda ólíkra manna sem í sameiningu móta lögin. Rigerð þessi hefur því það meginmarkmið að athuga hvort Mannanafnanefnd framkvæmi lögin í samræmi við þann vilja sem löggjafinn hefur ætlað að lögfesta.
  Í Hérd. Rvk. 31. janúar 2013 (E-721/2012) er komist að þeirri niðurstöðu að stúlku sé heimilt að bera nafnið Blær þrátt fyrir að í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 45/1996 sé sérstaklega tekið fram að óheimilt sé fyrir stúlku að bera nafnið Blær. Í ritgeð þessari verður grundvöllur slíkrar dómsniðurstöðu rannsakaður sérstaklega.
  Þá hafa þær hefðarreglum sem Mannanafnanefnd starfar eftir verið rannsakaðar sérstaklega en reglurnar samsvara ekki þeim hefðarreglum sem löggjafinn miðaði við að lagðar yrðu til grundvallar við beitingu laganna.

Samþykkt: 
 • 12.12.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20161


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Er nafnveiting eiginnafna í samræmi við vilja löggjafans2.pdf503.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna