is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20172

Titill: 
  • Samanburður á efni og framkvæmd 33. gr. og 36. gr. laga nr.7/1936. Staða 33. gr. samningalaga eftir lögfestingu 36. gr. sömu laga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samningaréttur er undirgrein fjármunaréttarins sem fjallar um réttarreglur um samninga. Lög um samningsveð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936 voru lögfest árið 1936 og hafa ekki breyst mikið síðan. Fyrir lögfestingu þeirra voru reglur um samninga í Jónsbók og Grágás en einnig voru við lýði óskráðar meginreglur og gilda margar þeirra enn í dag.
    Í umfjöllun minni mun ég meðal annars fjalla um þessar meginreglur. Þær eru enn að mestu leyti ólögfestar en hafa mikil áhrif á samningarétt. Sú regla sem skiptir mestu máli er reglan um skuldbindingargildi samninga og er hún ein af meginstoðum viðskiptalífs, því ef hennar nyti ekki við væri ekki hægt að byggja traust á löggerningum. Ásamt því að fjalla um meginreglur verða undantekningar frá þeim skoðaðar, en þær eru að finna í 3. kafla samningalaga og kallast ógildingarheimildir. Þræða þarf meðalveg milli þess að halda samninga í heiðri og ógilda eða breyta samningum og hafa þessar reglur þann tilgang að sporna við misnotkun á samningsfrelsinu.
    Íslenskur samningaréttur byggist nánast alfarið á norrænum rétti og verður fjallað um norræna lagasamvinnu og þá sérstaklega í tengslum við breytingar á samningalögunum 1986 og tilkomu nýrrar víðtækrar ógildingarheimildar, en það er 36. gr. sml. Það var mjög umdeilt hér á landi hvort lögfesta ætti 36.gr. sml. á sínum tíma og voru margir fræðimenn á því máli að svo víðtækt ógildingarákvæði myndi grafa undan festu og trú á löggerninga. Raunin hefur þó orðið sú að Hæstiréttur hefur beitt greininni hóflega, eins og hefur verið með framkvæmd 33. gr. sml. sem var víðtækasta ógildingarheimildin fyrir lagabreytinguna 1986. Kjarninn í ritgerðinni mun fjalla um samanburð á þessum tveimur ógildingarákvæðum samningalaganna. Réttarframkvæmd ákvæðanna verður skoðuð og það sem er líkt og ólíkt með greinunum tveimur. Eftir að hafa skoðað þær ógildingarheimildir sem byggjast á efni samnings, en það eru 33. gr. og 36. gr. sml., mun ég fjalla um stöðu 33. gr. eftir lagabreytinguna 1986 og hvort tilefni sé til að fella hana úr lögum eða hvort hún geti staðið jafnfætis við hlið 36. gr. sml.

Samþykkt: 
  • 15.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_lokautgafa_002.pdf399.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna