is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20180

Titill: 
  • Titill er á þýsku Deutsch als Fremdsprache im isländischen Tourismus. Derzeitige Stellung
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um notkun þýsku í ferðaþjónustu á Íslandi. Þar að auki er hér gerð grein fyrir þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Athyglinni er sérstaklega beint að notkun þýsku í íslenskri ferðaþjónustu vegna mikils fjölda ferðamanna til landsins frá þýskumælandi löndum. Þeir hafa allt frá byrjun 20. aldar verið stór hluti ferðamanna á Íslandi.
    Ritgerðinni er skipt í tvo hluta. Í þeim fyrri er annars vegar fræðilegur bakgrunnur um ferðaþjónustu og skilgreiningar á eftirfarandi hugtökum: ferðaþjónusta, gestur, skemmtiferðamaður og ferðamaður/túristi. Hins vegar er fjallað um sögu ferðaþjónustu og fyrstu ferðamenn á Íslandi. Enn fremur er fjallað um fyrstu þýskumælandi ferðamenn á Íslandi. Þar sem menntun og tungumálakunnátta er lykilatriði hjá starfsfólki í ferðaþjónustu, verður hér einnig gert grein fyrir mikilvægi hennar. Það verður gert með því að fjalla í stuttu máli um: a) menntun í ferðaþjónustu á Íslandi; b) þýsku fyrir ferðaþjónustu í framhalds- og háskólakerfi á Íslandi; c) og almennt um starfsmöguleika og starfshæfni í ferðaþjónustu á Íslandi.
    Í seinni hluta ritgerðarinnar verður fjallað um rannsóknina sem framkvæmd var með könnun. Könnuninni var dreift um allt Ísland og var talsverð svöruð frá öllum landshlutum (sjá nánar kafla 7). Útkoma könnunarinnar sýndi m.a. að þýskan er notuð með virkum hætti í íslenskri ferðaþjónustu. Hún er oftast (20%) eða stundum (21%) notuð í samskiptum við þýskumælandi ferðamenn og viðskiptavini. Hvað notkun hennar varðar, þá er hún mest notuð í munnlegum samskiptum, þ.e.a.s. við móttöku gesta, við leiðsögn eða á veitingastöðum. Því næst er hún notuð í viðskiptasamskiptum á ýmsa vegu, t.d. í fundum, kynningum, osf. Síðan er hún notuð í rituðu formi eins og í tölvusamskiptum, og þá í lestri (lestur bæklinga eða leiðbeininga) og síðast í hlustun þegar hlustað er á þýskumælandi ferðamen en svarað er oftast á öðru tungumáli (t.d. ensku). Samkvæmt 44% þátttakenda vilja þýskumælandi viðskiptavinir frekar skipta við þýskumælandi fólk. Þó að aðeins 3% þátttakenda sögðust hafa lært þýsku fyrir störf tengd ferðamannaþjónustu vilja nú 20% læra hana. Vandamál hjá þessu er að samkvæmt rannsókninni vita aðeins 18% þátttakenda hvar sé hægt að læra þýsku fyrir feðaþjónustu. Að lokum segja 61% þátttakenda þýskuna vera mikilvæga fyrir íslenska ferðaþjónustu í framtíðinni.

Samþykkt: 
  • 17.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DaF im isländischen Tourismus.pdf3.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna