is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20186

Titill: 
 • Innleiðing straumlínustjórnunar hjá þremur íslenskum skipulagsheildum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknarritgerðar er innleiðing straumlínustjórnunar í þremur íslenskum skipulagsheildum. Sérstaklega var rannsakað hvort skipulagsheildirnar innleiði straumlínustjórnun á grundvelli viðurkenndra fræða sem höfundar styðja sig við um það hvernig standa beri að innleiðingu straumlínustjórnunar. Jafnframt var skoðað hver markmið þeirra væru með innleiðingunni, hverjar væru helstu hindranir, hvaða þættir þyrftu að vera til staðar til að innleiðingin gangi sem skyldi og hversu miklu máli stuðningur stjórnenda skipti. Skipulagsheildirnar eru komnar mislangt í innleiðingarferlinu en upphafleg markmið þeirra með innleiðingunni voru svipuð. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin níu viðtöl við jafnmarga millistjórnendur sem komu að innleiðingu straumlínustjórnunar.
  Rannsóknarritgerðinni er skipt í tvo hluta. Í fyrri hluta er fræðileg umfjöllun en þar er greint frá straumlínustjórnun, helstu tólum og aðferðum hennar gerð skil og farið í gegnum stig innleiðingar með fræðilegri nálgun. Einnig er aðferðafræðinni sem notast var við í rannsókninni lýst. Í seinni hluta er fjallað um helstu niðurstöður rannsóknarinnar og rannsóknarspurningum svarað.
  Ávinningur skipulagsheilda af því að innleiða straumlínustjórnun er að með því bæta þær ferla sína, minnka sóun, jafna vinnuálag, staðla vinnubrögð, vinna að lausnum vandamála, hámarka virði til viðskiptavina og gera skipulagsheild að lærdómsskipulagsheild svo helstu dæmi um mögulegan ávinning séu talin.
  Niðurstöður benda til þess að til að innleiðing straumlínustjórnunar takist þurfi að fylgja ákveðnu innleiðingarferli. Helstu hindranir í vegi innleiðingar reyndust vera takmörkuð fræðsla og þjálfun starfsmanna, en fræðsla og þjálfun, ásamt leiðtogum og móttækilegri menningu, eru þættir sem verða að vera til staðar. Þær ályktanir sem draga má af rannsókninni er að það er nauðsynlegt að hafa fullan stuðning æðstu stjórnenda og að aðferðafræðin þurfi að vera hluti af stefnu skipulagsheildarinnar.

Samþykkt: 
 • 18.12.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20186


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Innleiðing straumlínustjórnunar hjá þremur íslenskum skipulagsheildum .pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna