is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20187

Titill: 
  • Ísland: Áfangastaður fyrir hvataferðir noskra fyrirtækja
  • Titill er á ensku Iceland: Mice Destination fyrir Norwegian companies
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áfangastaðir eru í eðli sínu mjög ólíkir almennum neysluvörum sem eiga í markaðssamkeppni. Varan sem ferðaþjónustan selur er upplifunin sem áfangastaðurinn skilar viðskiptavininum. Upplifunin er ekki uppfyllt af einu fyrirtæki heldur af mörgum aðilum sem saman hafa áhrif á heildarupplifunina. Í greiningarskýrslum sem The Boston Consulting Group og PKF unnu fyrir íslenska ferðaþjónustu árið 2013 er tekið mið að því að íslensk ferðaþjónusta færi áherslur sínar frá því að auka fjölda ferðamanna yfir í að sækjast í ferðamenn sem auka heildarframlag til ferðaþjónustunnar. Hvataferðir fyrirtækja (e. MICE, meetings, incentives, conferences, exhibitions) eru á meðal markaðshluta sem Ísland ætti að einbeita sér að samkvæmt skýrslunum. Rannsóknir á samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fyrir hvataferðir þurfa að eiga sér stað til þess að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki geti markaðssett sig gagnvart markaðshlutanum. Hér er leitast við að svara spurningunni um hversu samkeppnishæft Ísland er sem áfangastaður fyrir norsk fyrirtæki sem fara í hvataferðir. Til þess að svara rannsóknarspurningunni var gögnum aflað með spurningalista sem dreift var á rafrænu formi til starfsmanna norskra ferðaskrifstofa sumarið 2014. Fyrri hluti spurningalistans samanstóð af spurningum um bakgrunn þátttakenda, reynslu og mikilvægi hvataferða í starfi þeirra. Seinni hlutinn byggðist á spurningum þar sem þátttakendur voru beðnir um að leggja mat sitt á ákvarðandi þætti með tilliti til vals á áfangastað fyrir hvataferðir viðskiptavina þeirra. Þátttakendur voru svo beðnir um að leggja mat á sömu þætti með tilliti til Íslands. Til grundvallar spurningalistanum var horft til líkans Crouch og Ritchie frá árinu 1999 um samkeppnishæfni áfangastaða. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að ekki er marktækur munur á almennu mati þátttakenda á ákvarðandi eiginleikum þegar meðaltöl voru borin saman við mat á sömu eiginleikum um Ísland. Styrkleikar Íslands eru ábyrg samstarfsfyrirtæki, ímynd Íslands, öryggi ferðamanna og aðgengi að náttúru og áhugaverðum stöðum. Helstu veikleikar Íslands eru flugsamgöngur á milli Íslands og Noregs, staðsetning millilandaflugvalla þar sem flogið er til Íslands, tíðni flugferða, verð á flugfargjöldum, ásamt verðlagi.

  • Útdráttur er á ensku

    Tourism destinations are very different from most commercially competitive products. The product of the tourism sector is an experience that is delivered by a destination to its visitors. This experience is produced not by a single firm but by all players that impact the visitor experience. According to reports by The Boston Consulting Group and PKF in 2013, the Icelandic tourism industry should move the emphasis from increasing the number of tourists to increase the number of tourists that contribute higher yields to the industry as a whole. Meeting, incentive, conference and exhibition travelers, commonly known as MICE travelers, are one of the market segments that Iceland should focus on according to the reports. In order to be able to market Iceland as a destination for MICE travelers, research on Iceland's competitiveness as a MICE destination must be performed. In this study the focus is on answering the research question of how competitive Iceland is as a MICE destination for Norwegian companies. To answer the research question data was collected with a questionnaire which was distributed electronically to employees of Norwegian travel agencies in the summer of 2014. The first part of the questionnaire consisted of questions related to the background of the participants, their experience and the importance of MICE travelers to their firms. The second part was based on questions where the participants were asked to evaluate determining attributes with regards to choosing a MICE destination for their clients. Then, participants were asked to evaluate the same determining attributes with regards to Iceland. The foundation of the questionnaire is based on the model of Crouch and Ritchie from 1999 of destination competitiveness. The main conclusion of the study revealed an insignificant difference between the determining attributes in general compared to the same determining attributes with regards to Iceland. Iceland’s main strengths are responsible local partners, image, safety and access to nature and interesting sights. The main weaknesses are air transport between Iceland and Norway, location of international airports with flights to Iceland, frequency of flights, rates of airfares, as well as price level in Iceland.

Samþykkt: 
  • 18.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20187


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Ísland Áfangastaðir fyrir hvataferði norskra fyrirtækja.pdf2.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna