is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20189

Titill: 
 • Fylgdi sameining unglingadeildanna í Foldaskóla, Hamraskóla og Húsaskóla fræðum breytingastjórnunar?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Veturinn 2011 - 2012 bar hátt í fjölmiðlum skiptar skoðanir manna á sameiningaraðgerðum borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík í grunn- og leikskólum. Sitt sýndist hverjum, eins og oft vill verða þegar breytingar standa fyrir dyrum, og víst er að þessar fyrirætlanir fóru misvel í menn. Ég fylgdist með þessari umræðu og fannst hún áhugaverð og því komu þessar sameiningaraðgerðir upp í huga minn þegar ég ákvað að breytingastjórnun yrði viðfangsefnið í lokaverkefni mínu í BSc. námi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.
  Ég hef mikinn áhuga á breytingastjórnun og tel þekkingu á henni afar mikils virði í allri stjórnun. Vinna við ritgerðina hófst vorið 2014 þegar ég hafði sett mig í samband við skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og fengið góðfúslegt leyfi til að fjalla um breytingaferlið sem átti sér stað í kjölfar ákvörðunar sem tekin var um að færa unglingdeildir Hamraskóla og Húsaskóla yfir í Foldaskóla. Ingibjörg Gísladóttir, mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði, var mér innan handar og lét mig hafa gögn sem tengdust viðfangsefni mínu. Þá tók ég einnig viðtöl við nokkra aðila sem komu að breytingaferlinu sjálfu. Rýndi ég þessi gögn út frá fræðum breytingastjórnunar og leitaði svara við þeirri rannsóknarspurningu sem ég hafði sett fram. Gagnaöflun fyrir fræðilega umfjöllun hafði staðið yfir allt frá haustmánuðum 2013 og margar bækur og greinar rýndar og lesnar. Fræðilegur grunnur ritgerðarinnar var því vel á veg kominn þegar rýning gagna hófst á vormánuðum 2014.
  Niðurstaðan mín við rannsóknarspurningunni sem lögð var fram í upphafi ritgerðarinnar er að verkfærum breytingastjórnunar var klárlega beitt í breytingaferlinu þegar ákveðið var að gera Foldaskóla að heildstæðum safnskóla á unglingastigi. Aftur á móti er ljóst að ýmislegt fór miður í breytingaferlinu sem skrifa má á marga mismunandi þætti.
  Leiðbeinandi minn var Hulda Dóra Styrmisdóttir og kann ég henni bestu þakkir fyrir samstarfið og góða leiðsögn. Þá fær Ingibjörg Gísladóttir sérstakar þakkir fyrir liðlegheit og að aðstoða mig við gangaöflun. Þá vil ég þakka fjölskyldu minn fyrir ómetanlegan stuðning, aðstoð og þolinmæði við mig meðan á ritsmíðinni stóð og þá sérstaklega móður minni, Guðrúnu Ernu Þórhallsdóttur, fyrir prófarkalestur og gagnlegar ábendingar.

Samþykkt: 
 • 18.12.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20189


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórhallur Dan. Sameiningin í Grafarvogi. 2014.pdf386.1 kBLokaður til...20.08.2034HeildartextiPDF