is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20198

Titill: 
  • Úr myrkrinu í dagsljósið. Karlmenn: hinir földu þolendur kynferðisofbeldis.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er byggð á viðtölum við 11 þolendur kynferðislegrar nauðungar, bæði karla og konur og fjallar um reynslu þeirra og upplifun á félagslegri stöðu sinni fyrir og eftir kynferðisbrot. Áhersla er lögð á karlkynsþolendur þar sem sýnt hefur verið fram á að félagsleg staða þeirra sé að einhverju leyti verri í samfélaginu hvað varðar þöggun í þessum málaflokki. Rannsóknin er framkvæmd í þeim tilgangi að vekja athygli á stöðu þolenda í samfélaginu og koma með tillögur að úrbótum og úrræðum til þeirra og aðstandenda.
    Fræðileg umfjöllun og rannsóknir á stöðu karla sem þolenda er afar lítil, en meiri áhersla hefur verið lögð á rannsóknir á kynferðisofbeldi gegn konum sem framin eru af körlum. Umræða um karlmenn sem þolendur hefur farið vaxandi á opinberum vettvangi, en slíkar umræður hafa stundum leitt til þess að farið er rangt með staðreyndir og allskonar goðsagnakenndar kenningar koma fram sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að karlmenn standa fremur aftarlega þegar kemur að þessum málaflokki samanborið við konur. Þeir ræða síður um ofbeldið og afleiðingar þess við nákomna en konur geta rætt opinskátt um aðstæður sínar við fjölskyldu og vini. Úrræði og aðstoð til karla eru af skornum skammti og samfélagslegur skilningur er takmarkaður. Karlmenn leita síður til hjálparsamtaka og annarra meðferðaraðila til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins og enn síður til lögreglunnar. Efast hefur verið um trúverðugleika þeirra sem beitt voru kynferðisofbeldi sem börn sem hefur mikil áhrif á hvernig unnist hefur úr þeirra málum.

  • Útdráttur er á ensku

    This research is based on qualitative interviews with 11 victims of rape and sexual violence. The discussion is focused on how they see their social status before and after the event. The emphasis is on male victims of rape and sexual violence since it seems that their social status is far worse than women’s when it comes to public and social discourse. The study aims to attract attention to the social status of victims of sexual assault and recommend new tactics and resources for both victims and their social relations.
    Scientific research in this specific area is very limited. The discourse has been more focused on women as victims and men as perpetrators. Discussions about men as victims of sexual assault have been more common in public forums and often based on all kinds of myths, with no base in reality.
    The primary findings of this research are that the social status of men is far behind women’s when it comes to sexual violence. Social resources and other support for male victims of sexual violence are few and the understanding of the general population is limited. Men are less likely to look for help and support from organizations that specialize in counseling and support for victims of sexual violence and rape. The results also show that men are less likely to earn credibility of their closest relatives and friends if the abuse occurred when they were children, which greatly influences how they can overcome the consequences of the violence.

Samþykkt: 
  • 23.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karlmenn_foldu_tholendur.pdf3.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna