is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2019

Titill: 
  • Lífsleikni í grunnskólum við Eyjafjörð
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lokaritgerð þessi er að grunni til rannsókn sem gerð var meðal kennara í lífsleikni í grunnskólum í Eyjafirði. Hugað er að inntaki lífsleikni sem námgreinar í grunskóla; á hvaða forsendum hún byggir og hvaða þörf henni er ætlað að mæta. Lífsleiknin er sett í alþjóðlegt fræðasamhengi. Þá er rakið hvernig hún birtist í skólastarfi og tekin dæmi um viðfangsefni lífsleikni í skólum. Sagt er frá markmiðum lífsleikni samkvæmt námskrá og fjallað um sumt af því efni sem ætlað er til lífsleiknikennslu í íslensku skólastarfi. Í rannsóknarhluta verksins var leitast við að skoða hvernig lífsleikni birtist í starfi grunnskóla í Eyjafirði og byggir það á sýn kennara á lífsleikni. Rannsóknin var bæði eigindleg viðtalsrannsókn við fimm lífsleiknikennara og megindleg spurningalistakönnun er fór fram veturinn 2007-2008. Sendir voru út 70 spurningalistar á kennara sem fengust við lífsleiknikennslu að einhverju leyti og skiluðu sér til baka 44 listar sem unnið var úr. Spurt var út í ýmis viðhorf til lífsleikni og birtast þær niðurstöður í sérstökum kafla. Einnig eru sérstakir kaflar með niðurstöðum úr bæði fyrri og seinni viðtölum við kennara. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með er: „Hvert er megininntak og framkvæmd lífsleikni í grunnskólum á Eyjafjarðarsvæðinu og hver eru viðhorf kennara til lífsleikni sem kennslugreinar?“ Í samantekt koma fram helstu niðurstöður rannsóknar og samanburður á því sem áður var þekkt og vitað um lífsleikni. Í stuttu máli má segja að kennarar kannist við uppeldishlutverk sitt og líti svo á að allir kennarar séu lífsleiknikennarar. Kennarar telja lífsleikni hafa áunnið sér fastan sess og með henni hafi komið ýmsar nýjar áherslur í skólastarfi. Kennarar líta á lífsleikni sem mikilvæga námgrein og telja að almennt ríki jákvætt viðhorf til hennar. Efla þurfi þó fræðslu og menntun kennara í lífsleikni og þá væri gott að fá fleiri sérfræðinga sem hefðu aðkomu að ýmsum sviðum lífsleiknikennslu. Í grunnskólum er algengast að umsjónarkennarar annist lífsleiknikennslu.

Samþykkt: 
  • 25.11.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsida.pdf92,27 kBOpinnLífsleikni í grunnskólum við Eyjafjörð - forsíðaPDFSkoða/Opna
Inngangur.pdf63,18 kBOpinnLífleikni í grunnskólum við Eyjafjörð - útdrátturPDFSkoða/Opna
Lífsleikni í grunnskólum við Eyjafjörð.pdf845,17 kBOpinnLífsleikni í grunnskólum við Eyjafjörð - efnisyfirlit og meginmálPDFSkoða/Opna
Vidaukar.pdf195,2 kBOpinnLífsleikni í grunnskólum við Eyjafjörð - viðaukarPDFSkoða/Opna