Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2020
Í þessari ritgerð fer ég yfir uppruna og sögu miðlunar. Ég leitast við að skýra hugtökin miðlun, miðlalæsi/táknvísi og miðlafræðslu. Megin tilgangur þessarar ritgerðar er þó að skoða sambandið milli miðla og barna á Íslandi og í því samhengi bendi ég á mikilvægi miðlafræðslu barna á Íslandi og segi frá ráðum til miðlafræðslu barna, annars vegar fyrir kennara og hins vegar fyrir foreldra. Þessum ráðum skipti ég upp í tvo kafla. Sá fyrri fyrir kennara til framkvæmdar í skólastofunni sem skiptist í tvö ráð fyrir hvert stig grunnskólanema en sá seinni fyrir foreldra til framkvæmdar á heimilum landsins. Með tilkomu þessarar ritgerðar vonast ég eftir að foreldrar og kennarar á Íslandi hefjist handa við að fræða börnin okkar um miðla svo þau verði gagnrýnir og táknvísir einstaklingar í hröðu þjóðfélagi sem lifir að miklu leiti í gegnum miðla. Einnig vonast ég til að skrif mín ýti undir útgáfu og þýðinga efnis til miðlafræðslu því án þess er erfitt að byrja.
Lykilorð: Miðlafræðsla, táknvísi, miðlalæsi, miðlun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Miðlafræðsla.pdf | 1.38 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |