is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20204

Titill: 
  • Mannsbani við stjórn vélknúins farartækis undir áhrifum áfengis og vímuefna. Gáleysi eða ásetningur?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Mannsbani sem hlýst af stjórnun vélknúinna farartækja sökum áfengis- og vímuefnaneyslu er samkvæmt áralangri dómaframkvæmd heimfærður undir ákvæði 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (eftirleiðis alm. hgl.). Markmið ritgerðarinnar er að komast að því hvort ávallt beri að heimfæra slíkt brot undir ákvæði 215. gr. alm. hgl. Rýnt verður í hvort háttsemin sem um ræðir sé í öllum tilvikum gáleysisleg athöfn og hvort til skoðunar komi að heimfæra slíka háttsemi undir lægsta stig ásetnings Verður jafnframt tekið til skoðunar hvort æskilegt sé að breyta ákvæði 215. gr. alm. hgl. um manndráp af gáleysi.
    Uppbygging og framsetning ritgerðarinnar verður með þeim hætti að vikið verður að fræðilegum skilgreiningum ásetnings og gáleysis og litið til marka þessara tveggja saknæmisskilyrða. Litið verður til þeirra lagaákvæða íslenskrar löggjafar er varðar neyslu áfengis og vímuefna við stjórn vélknúinna farartækja ásamt viðurlögum þeim tengdum. Meginþungi ritgerðarinnar snýr að erlendri réttarframkvæmd. Verður vikið að ákvæðum laga er taka á neyslu áfengis og vímuefna við stjórn vélknúins farartækis ásamt heimfærslu þeirrar háttsemi þegar af mannsbana hlýst við slíkar kringumstæður. Rýnt verður í dómaframkvæmd viðkomandi lands og vikið að þeim sjónarmiðum sem dómstólar líta til við ákvörðun refsingar. Auk þess verður skoðað hvort unnt er að finna dæmi þess að ákært sé og sakfellt fyrir ásetning til að verða manneskju að bana við stjórn vélknúins farartækis undir áhrifum áfengis og vímuefna.
    Í framhaldi verður vikið að réttarframkvæmd hér á landi og litið til dómaframkvæmdar síðastliðinna tíu ára. Að lokum verður íslensk réttarframkvæmd borin saman við þau erlendu ríki sem tekin verða til skoðunar. Með þeim hætti verður unnt að átta sig á hvort heimfærsla þeirra brota sem eru umfjöllunarefni ritgerðarinnar sé sú sama hérlendis og í fyrrnefndum samanburðarlöndum. Að lokum verða helstu niðurstöður dregnar saman og jafnframt reynt að svara þeirri spurningu hvort unnt sé að heimfæra þá háttsemi að verða öðrum að bana við stjórn vélknúins farartækis undir áhrifum áfengis eða vímuefna undir ákvæði 211. gr. alm. hgl. í stað 215. gr. alm. hgl.

Samþykkt: 
  • 30.12.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagbjört Jónsdóttir.pdf997.17 kBLokaður til...01.01.2100HeildartextiPDF