Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20210
Í þessari ritgerð verður gerð og innleiðing verndaráætlunar fyrir friðlýst svæði könnuð, með hliðsjón af kenningum úr opinberri stefnumótun. Annars vegar verður stuðst við dagskrárkenningar John Kingdon og hins vegar dagskrárkenningar Frank Baumgartner og Bryan Jones, ásamt kenningum um innleiðingu, en verndaráætlun fyrir Friðland að Fjallabaki verður sérstaklega tekin fyrir. Í ritgerðinni verður kannað hvaða mögulegu ástæður liggja að baki því að verndaráætlun fyrir Friðlandið að Fjallabaki er enn ekki tilbúin og hvað þarf að gerast til að svo megi verða. Ritgerðin skiptist í þrjá meginhluta. Í fyrsta hluta er Friðlandið að Fjallabaki kynnt, fjallað verður um upphaf friðlýsingar, rammaskipulag á svæðinu og hvað felst í gerð verndaráætlunar. Í öðrum hluta verður fjallað um hina eigindlegu rannsókn sem framkvæmd var í tengslum við þetta lokaverkefni. Í henni var rætt við lykilþátttakendur sem tengjast gerð verndaráætlunarinnar, í þeim tilgangi að meta stöðu og þróun verndaráætlunarinnar. Í þriðja hluta er gerð grein fyrir þeim niðurstöðum sem fengust úr rannsókninni. Stuðst verður við dagskrárkenningar til þess að varpa ljósi á núverandi stöðu verndaráætlunarinnar og hvað þurfi að gerast til að hún verði innleidd. Rannsóknin sýnir að skortur á fjármagni er stórt vandamál þegar kemur að gerð og innleiðingu verndaráætlunarinnar og hefur þau áhrif að framkvæmd hennar er ekki í forgangi, sem gefur til kynna að vandamálið liggi í pólitíska straumnum, samkvæmt dagskrárkenningum Kingdons.
In this thesis the development and implementation of management plans for protected areas is discussed using theories from public policy. The theories used in this thesis are agenda setting theories from John Kingdon as well as agenda setting theories from Frank Baumgartner and Bryan Jones, along with implementation theory. The research specifically takes a look at the making and development of the management plan for Fjallabak nature reserve. The thesis takes a look at the possible reasons why the management plan for Fjallabak nature reserve is still not developed and what has to happen so it will. The thesis is divided into three main sections. The first section is an introduction to the Fjallabak nature reserve, the Master plan for the area and what a management plan consists of, as well as an introduction to the theories relied upon in this study. In the second section the results of a qualitative study are presented, in which interviews with key participants were conducted in order to assess the status and development of the management plan. In the third section these results are used to illustrate the current status of the management plan, and what has to happen so it will be implemented, with the help of agenda theories. The study shows that lack of financial contribution is a large problem regarding the development and implementation of the management plan. The management plan is developing at a slower rate than those involved would prefer which suggests that the problem lies within the political stream, according to Kingdon’s agenda setting theories.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tinna Eiríksdóttir - MA loka.pdf | 1.37 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |