is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20216

Titill: 
  • Samspil trúar og stjórnmála í Egyptalandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er leitað svara við því hvort Íslamska bræðralagið í Egyptalandi sé ólýðræðislegt afl en hreyfingin skilgreinir sig innan ramma trúarlegs lýðræðis. Fyrst er hugmyndafræðilegur bakgrunnur lýðræðis skilgreindur og kenningar grunnhyggju (foundationalism)og fjölhyggju(pluralism) notaðar til að varpa ljósi á hann. Í ritgerðinni verður reynt að varpa ljósi á þær sögulegu aðstæður sem Íslamska bræðralagið sprettur upp úr og hvernig þær hafi getað ýtt undir útbreiðslu hugmyndafræði þess. Ítarlega er fjallað um helstu hugmyndafræðinga Íslamska bræðralagsins og tíðarandann sem ríkti á mótunarárum hreyfingarinnar. Sagt er frá leiðtogum Egyptalands, hvernig þeir hafa mótað egypskt samfélag og hvaða afleiðingar stefna þeirra hefur haft á hugmyndafræði Íslamska bræðralagsins og annarra hreyfinga íslamista.
    Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru að þegar stofnanauppbygging og stefna Íslamska bræðralagsins í Egyptalandi er skoðuð með hliðsjón af kenningum um lýðræði (democratic theory) kemur í ljós að hún er algjörlega á skjön við grunninntak lýðræðis, þ.e. stjórnar-skrárvarinn rétt almennings til að kjósa sér fulltrúa. Eins er hugmyndafræði Íslamska bræðralagsins gjörólík kenningum fjölhyggju. Samkvæmt þeim er fólki frjálst að styðja skoðanir sem henta því, hvort sem þær eru trúarlegs eðlis, veraldlegar, siðferðislegar eða ósiðferðislegar. Frelsið til að velja er ein mikilvægasta stoð lýðræðis. Hugmyndafræði Íslamska bræðralagsins fellur því ekki á nokkurn hátt að þeirri skilgreiningu þar sem hún byggist á algildum sannleik, þ.e. eigin túlkun og útfærslu á íslam. Slík sjónarmið eru ekki samrýmanleg hugmyndum lýðræðisríkja.

Samþykkt: 
  • 5.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Aðalbjörg Sigurðardóttir.pdf583.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna