is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20228

Titill: 
  • Saklaus eða aumkunarverð. Atbeini barna í hjálparstarfi og mannfræðirannsóknum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áhugasvið mannfræðinga og frjálsra félagasamtaka (NGO) eiga það oft til að skarast. Það er því ekki ólíklegt að þau verði á vegi hvors annars við vinnu sína. Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða nálgun frjálsra félagasamtaka sem vinna að málefnum barna með tilliti til samvinnu þeirra við börnin og meðvitund um atbeini þeirra. Fyrst er umræða um rannsóknir á börnum innan mannfræðinnar og annarra félagsvísinda kynntar í sögulegu samhengi. Þá eru skoðaðar heimasíður tveggja af stærri frjálsu félagasamtökunum sem vinna með börnum og niðurstöður rannsókna sem mannfræðingar hafa gert með börnum, sem tengjast frjálsum félagasamtökum. Mannfræðilegar rannsóknir á börnum hafa breyst og er í auknum mæli lögð áhersla á að gera rannsóknir ekki aðeins á börnum heldur einnig með þeim þar sem atbeini þeirra er viðurkenndur og áhersla er á að taka skoðanir þeirra alvarlega. Frjáls félagasamtök vinna nú sem áður aðallega út frá því að koma börnum til aðstoðar fremur en að sjá börnin sem gerendur í eigin lífi og ábyrga þegna. Frjáls félagasamtök eru yfirleitt stolt af vinnu sinni þó þau geri sér jafnframt grein fyrir því að alltaf megi gera betur. Það má því draga þá ályktun að mannfræðingar og frjáls félagasamtök myndu hagnast á samvinnu.

Samþykkt: 
  • 5.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20228


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA steingerður friðriksdóttir.pdf386,63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna