is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20233

Titill: 
  • Milliverðlagningarregla tekjuskattslaga nr. 90/2003 með hliðsjón af leiðbeiningarreglum OECD
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eignarréttur er grunnforsenda þess að samfélög geti þróast frjálst og hagkerfi vaxið og dafnað innan þeirra. Eignarétturinn er verndaður í Stjórnarskrá Íslands nr. 33/1944 þar sem segir í 72. gr. að eignarrétturinn sé friðhelgur. Mannréttindasáttmáli Evrópu, sem lögfestur er með lögum nr. 64/1994 tekur í sama streng og þar er jafnframt kveðið á um að undanþága sé gerð, meðal annars til að tryggja greiðslu skatta.
    Það er óumdeilt að skattheimta er nauðsynlegur þáttur ríkisvaldsins til að halda uppi þeim fjölmörgu og órjúfanlegu þáttum sem samfélag þarf að byggja á til að það standi undir sér. Hinn góði og gegni borgari greiðir sína skatta eftir þeim reglum sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjófélagsins setja í krafti löggjafarvaldsins og það sama á við um lögaðila. Hinsvegar er það oft og tíðum svo að einstaklingar og lögaðilar reyni að komast hjá umræddri skyldu á einn eða annan hátt en reynt er að sporna við því, meðal annars með setningu svokallaðra skattasniðugöngureglna. Hið almenna skattasniðgöngu ákvæði tekjuskattslaga er að finna í 57. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.
    Í ritgerð þessari er aðallega fjallað um 3. mgr. 57. gr. tsl. en samkvæmt því hafa skattayfirvöld heimild til að endurákvarða skattstofn í ósamstöðu við skilmála, yfirleitt í tengslum við verð, sem tengdir lögaðilar hafa fallist á. Ákvæðið er í grunnin milliverðlagningarregla en þó eru fjölmargir snertifletir á beitingu reglunnar og þeim sjónarmiðum sem ber að líta til. Rökin fyrir ákvæðinu eru að tengdir aðilar kunni að haga verðlagningu á annan hátt og á grundvelli annarra forsenda en þeirra sem almennt gerast á frjálsum markaði, með það að markmiði að komast hjá því að greiða skatt. Breytingar skattayfirvalda samkvæmt ákvæðinu lúta einungis að ákvörðun skattstofna en hafa engin efnisleg áhrif á einkaréttarlegt gildi ráðstafana. Samningur skattaðila heldur því gildi sínu þrátt fyrir ákvörðun skattayfirvalda að um óvenjulega hátt eða lágt verð hafi verið að ræða.
    Við lögfestingu 8. gr. laga nr. 142/2013 sem fól í sér breytingar í 57. gr. tsl., var leiðbeiningarreglum Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París veitt aukið vægi í íslenskri löggjöf. Vegna þeirrar sérstöðu sem löggjafinn hefur fengið leiðbeingarreglunum þykir tilefni til að fjalla efnislega um inntak þeirra og skoða þau sjónarmið sem reglurnar leggja áherslu á. Þá verður fjallað verður um hina svokölluðu armslengdarreglu og þær fimm aðferðir sem koma til skoðunar við útreikning á milliverði í samræmi við hana og um skjönun sem hefur þýðingu við sönnun þegar milliverðlagningarreglunni er beitt, samanber 5. mgr. 57. gr. tsl. og reglugerð um skjölun um milliverðlagningu í viðskiptum tengdra aðila nr. 1180/2014. Litið verður til til nágrannalanda okkar um tilhögun á beitingu sambærilegra reglna, auk þess sem leitast er við að greina texta íslensku milliverðlagningarreglunnar út frá reglum íslensks réttar um lögskýrigar.

Samþykkt: 
  • 5.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20233


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Síðasta eintak ársins.pdf1.09 MBLokaður til...01.01.2025HeildartextiPDF