is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20237

Titill: 
 • Rafræn stjórnsýsla. Áhrif innleiðingar á kostnað almennings við að nálgast þjónustuna og á kostnað opinbera stofnana við að veita hana
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fyrsta stefna ríkisstjórnar Íslands um rafræna stjórnsýslu kom út árið 1996 og frá þeim tíma hafa alls verið gefnar út fjórar stefnur. Tækniþróunin síðan 1996 hefur leitt til þess að í dag hefur hið opinbera yfir að ráða tækjum og tólum til að veita mikið af sinni þjónustu rafrænt.
  Markmið ritgerðar þessarar er að kanna áhrif innleiðingar á rafrænni þjónustu hjá hinu opinbera, kostnað þeirra og kostnað almennings við að nálgast þjónustuna. Kynnt er stefna ríkisstjórnar um rafræna stjórnsýslu frá 1996 til 2016 og farið yfir helstu markmið hverrar stefnu.
  Eftir yfirferð á stefnum ríkisstjórnar er gerð athugun á hvaða áhrif innleiðing á Rafrænni Reykjavík og rafrænu skattframtali hefur haft á kostnað viðkomandi stofnana og kostnað almennings. Til að skoða það enn fremur var gerð kostnaðarábatagreining á innleiðingu Rafræn Reykjavík þar sem skoðaður var hagrænn ábati fyrir Reykjavíkurborg og íbúa Reykjavíkurborgar.
  Að lokum er litið á stöðu Íslands í samanburði við aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þá er bæði skoðuð staða Íslands í rafrænni stjórnsýslu og rafræn þátttaka almennings.
  Niðurstöður kostnaðarábatagreiningarinnar eru þær að hagrænn ábati við innleiðingu á Rafræn Reykjavík fyrir Reykjavíkurborg á tímabilinu 2000 til 2014 var 117.665.682 kr. og hagrænn ábati íbúa Reykjavíkurborgar fyrir sama tímabil var 402.525.046 kr. Núvirtur hagrænn ábati fyrir Reykjavíkurborg fer lækkandi eftir því sem hærri ávöxtunarkrafa er gerð á innleiðinguna, það er vegna þess að mikill stofnkostnaður fylgir slíkum aðgerðum. Núvirtur hagrænn ábati fyrir íbúa Reykjavíkurborgar fór hinsvegar hækkandi eftir því sem hærri ávöxtunarkrafa er gerð á innleiðinguna. Ábati borgarbúa er meiri en ábati Reykjavíkurborgar. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að innleiðing á rafrænni stjórnsýslu hefur lítil áhrif á kostnað hins opinbera við að veita slíka þjónustu ef innleiðingin leiðir til aukinnar skilvirkni. Áhrif innleiðingar leiðir til þess að kostnaður almennings við að nálgast þjónustu lækkar töluvert. Draga má þá ályktun að innleiðing skili sér í auknum þjóðhagslegum hagrænum ábata.

Samþykkt: 
 • 6.1.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rafræn stjórnsýsla.pdf763.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna