Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20239
Eitt umdeildasta og pólitískasta mál síðari ára er án efa fjölmiðlafrumvarpið sem lagt var fyrir Alþingi í apríl 2004 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, undir forystu Davíðs Oddssonar. Fjölmiðlafrumvarpið svokallaða innihélt nýjar reglur sem höfðu það að meginmarki að setja takmarkanir á eignarhald fjölmiðla. Málið fékk vægast sagt mikla athygli frá landsmönnum, þar sem ósætti ríkti um það hversu hratt frumvarpið var sett fram og ljóst var að það myndi hafa gífurlegar afleiðingar fyrir eigendur fjölmiðlafyrirtækja. Ýmsir töldu frumvarpið ganga ansi hart inn á atvinnufrelsið og að það stæði beinlínis í bága við lög um mannréttindi. Í kjölfarið spruttu upp mótmæli og varð andstaða almennings við fyrirhugaðar lagasetningar áberandi. Sú mikla andstaða sem myndaðist í þjóðfélaginu leiddi síðar til þess að forseti Íslands beitti málsskotsrétti sínum í fyrsta skipti í sögu embættisins og synjaði frumvarpinu staðfestingar.
Nú rúmum áratug og bankahruni síðar er áhugavert að skoða hvers vegna það myndast svona afgerandi mótstaða við málið. Hvers vegna sá ríkisstjórn ástæðu til að setja fjölmiðlalög en almenningur ekki? Átti sú gagnrýni sem fjölmiðlafrumvarpið fékk rétt á sér? Leitast verður við svara við þeim spurningum í þessari ritsmíð, ásamt því að skoða hvaða afleiðingar það hefur haft í för með sér árin eftir frumvarpið, að hafa engan lagalega ramma í kringum fjölmiðlarekstur. Hvort ritstjórnarleg sjálfstæði fjölmiðla og fréttamanna hafi orðið fyrir áhrifum að einhverju tagi. Stuðst verður við kenningalega bakgrunn efnisins, svo sem dagskrávald fjölmiðla og þá áhrifavalda sem kenningin um áróðursmódelið leggur fram.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð.pdf | 292.79 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |