Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20242
Í þessari ritgerð verður litið yfir ágrip af sögu ritskoðunar og þau áhrif sem hún hefur innan almenningsbókasafna í dag. Í byrjun verður greint stuttlega frá merkingu hugtaksins ritskoðun og í framhaldi af því rýnt í siðareglur þriggja stórra samtaka innan bókasafns- og upplýsingafræðinnar, þær bornar saman og fjallað um hvað þær eiga sameiginlegt.
Að því loknu verður snert á sögu bókatortímingar, skoðuð fræg atvik í mannkynssögunni þar sem þjóðir verða vitni að eyðileggingu menningarverðmæta sinna vegna hernaðarátaka. Eftir það verður fjallað um áhrif kirkjunnar manna á prentlistina frá upphafi hennar og fram á sjöunda áratug seinustu aldar. Í framhaldi af þeim kafla verður skoðað hvernig ritskoðun og eyðilegging ritaðs máls heldur áfram á okkar tíma. Að lokum verður fjallað um ritskoðun innan almenningsbókasafna. Skoðað verður hvernig starfsmenn og vinnuferli innan safna getur ósjálfrátt haft áhrif á safnkostinn. Auk þess verður sérstaklega hugað að ritskoðun á efni fyrir börn og unglinga og hvernig netsíur á tölvum innan safna hefur áhrif á framboð til þessa hóps.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anna Sjöfn Skagfjörð Rósudóttir - BA ritgerð.pdf | 719.91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_AnnaSjöfn.pdf | 411.53 kB | Lokaður | Yfirlýsing |