en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/20243

Title: 
  • Title is in Icelandic Félagsráðgjöf, afbrot og refsingar: Mikilvægi félagsráðgjafar í fangelsismálum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni til BA gráðu í félgsráðgjöf við Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar eru fangelsismál og félagsráðgjöf þar sem reynt er að tengja starfsvettvang félagsráðgjafa við hin ýmsu málefni, eins og afbrot, refsingar og dómþola. Ritgerðin fjallar meðal annars um mismunandi fræðileg sjónarhorn á afbrot og umfang þeirra, fangelsismál á Íslandi og sögu refsinga. Jafnframt um þátt félagsráðgjafar í refsivörslukerfinu, starf félagsráðgjafa með föngum og þau úrræði sem félagsráðgjöfin hefur fram að bjóða í starfi með föngum, sem og innan fangelsismálakerfisins. Markmið ritgerðarinnar er að svara eftirfarandi spurningum; Hvaða tilgangi þjóna refsingar? Hentar félagsráðgjöf sem starfsgrein innan fangelsismálakerfisins? Er þörf fyrir fjölgun stöðugilda félagsráðgjafa hjá Fangelsismálastofnun? Myndi frekari aðstoð við fanga og fjölskyldur þeirra draga úr líkum á endurkomum í fangelsi? Niðurstöður heimildaritgerðarinnar sýna að refsingar eigi að þjóna þeim tilgangi að draga úr eða koma í veg fyrir afbrot. Auk þess að félagsráðgjöfin sem slík bjóði mörg góð úrræði sem nýtast í fangelsismálakerfinu í starfi með dómþolum auk aðstandenda þeirra. Þörf er á fjölgun stöðugilda félagsráðgjafa hjá Fangelsismálastofnun til þess að aðstoð við fanga og fjölskyldur þeirra skili betri árangri og dragi úr líkum á endurkomu afbrotamanna í fangelsi.

Accepted: 
  • Jan 6, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20243


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-ritgerðin lokaeintak.yfirfarid.pdf684.63 kBOpenHeildartextiPDFView/Open