Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20248
Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort konur innan Teboðshreyfingarinnar falli undir skilgreiningar Raewyn Connell og Mimi Schippers á styðjandi – eða mengandi kvenleikum. Teboðshreyfingin byggir á hefðbundnum gildum sem þar sem hagur kvenna virðist ekki alltaf í forgrunni. Tilgangurinn er því að kanna hvort þær konur sem starfi innan hreyfingarinnar séu öfgafullir einstaklingar eða hvort þær séu að sinna sínu eðlilega hlutverki sem styðjandi kvenleikar í ríkjandi karlmennskuheimi. Greiningarrammi var búinn til utan um kenningar Connell og Schippers og fjórar konur sem hafa verið áberandi í bandarískum stjórnmálum sem og innan Teboðshreyfingarinnar mátaðar að honum. Þær konur sem teknar voru fyrir í ritgerðinni eru Sarah Palin, Michele Bachmann, Christine O’Donnell og Joni Ernst. Eftir greiningu á viðtölum og ræðum við fyrrnefndar konur benda niðurstöður til þess að þær falli allar undir skilgreiningu Connell um styðjandi kvenleika en bera þó flestar ákveðin einkenni mengandi kvenleika samkvæmt kenningum Schippers.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil.pdf | 417.34 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |