is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20249

Titill: 
  • Smáríkið Noregur og Evrópusambandið. Efnahags- og umhverfisöryggisstefna Noregs samanborið við öryggisstefnu Evrópusambandsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða stefnumál smáríkisins Noregs í efnahags- og umhverfisöryggi og bera þau saman við stefnumál Evrópusambandsins í málaflokkunum tveimur. Markmiðið er að svara spurningunni hvort að stefna Evrópusambandsins hafi haft stefnumótandi áhrif á stefnu Noregs í málaflokkunum. Í upphafi eru hugtökin sem snúa að viðfangsefninu skilgreind og farið yfir orðræðu fræðimanna er varðar þau. Hugtökin eru smáríki og öryggi, sem skiptist niður í undirflokkana efnahags-og umhverfisöryggi. Greint er frá hvernig öryggishugtakið hefur víkkað út frá lokum kalda stríðsins en þá snerist hugtakið öryggi nær eingöngu að þjóðaröryggi og að koma í veg fyrir hernaðaraðgerðir. Í dag teygir hugtakið öryggi anga sína inn í fjöldan allan af málaflokkum, t.d. efnahags- og umhverfismál. Greint er frá þeim þáttum sem algengast er að stuðst við þegar mæla á stærð, eða smæð ríkja. Rýnt var í stefnumál Evrópusambandsins með því að skoða bæði Maastricht sáttmála frá 1992 og Lissabon sáttmála frá 2007 sem og fjöldan allan af skýrslum frá Evrópusambandinu varðandi efnahags- og umhverfisöryggi. Sömu aðferð var beitt við athugun á stefnumálum Noregs þegar kemur að málaflokkunum, til þess voru notaðar skýrslur frá Fjármála- og Umhverfisráðuneytum Noregs sem og öðrum skýrslum og bæklingum frá ríkisstjórn Noregs. Niðurstöður eru þær að Noregur sé ekki undir stefnumarkandi áhrifum frá stefnu Evrópusambandsins í hvorki efnahagsöryggi né umhverfisöryggi, þó svo að umhverfisöryggis stefna Noregs sé að vissu leyti undir áhrifum frá Evrópusambandinu.

Samþykkt: 
  • 6.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ívar Orri Aronsson-BA.pdf366.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna