Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20252
Í þessari ritgerð verður leitast eftir við að svara eftirfarandi spurningunum: Eru raddir kvenna þaggaðar niður innan mannfræðinnar? Hefur feminísk mannfræði (kynjamannfræði) opnað fræðin fyrir konur en mögulega þaggað niður raddir kvenna í minnihlutahópum enn frekar? Getur þöggun verið kerfisbundin og ómeðvituð? Farið verður yfir upphaf feminískrar mannfræði eftir 1970 og þá gagnrýni sem sætti frá jaðar hópum, með sérstakri áherslu á gagnrýni afró-amerískra kvenna. Meint þöggun kvenkyns mannfræðinga verður rannsökuð sem og þöggunarkenningin sem fyrst var sett fram af Edwin Ardener. Einnig verður farið yfir aðrar kenningar og hugtök sem eru mjög tengd þöggunarhugtakinu. Skoðaðar verða mannfræðilegar rannsóknir sem hafa verið gerðar innan menntastofnanna, í framhaldinu verður fjallað um gagnrýni á þöggun og valdamisrétti innan mannfræði deilda í fræðisamfélagsins. Þannig mun verða leitast við að varpa ljósi á þá þöggun og valdamisrétti sem konur (og þá sérstaklega konur í minnihlutahópum) verða fyrir í störfum sínum innan mannfræðinnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vala Björg Valsdóttir.pdf | 473,76 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |