is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20253

Titill: 
 • Var Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur? „Heiðarleiki er hugrekki – mesti styrkleiki sem manneskja getur haft“
 • Titill er á ensku Was Jón Gnarr Truly the Mayor of Reykjavik?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Kosningasigur Jóns Gnarr og Besta flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík 2010 er sögulegur atburður í stjórnmálasögu Íslands. Sigurinn var um leið mikið áfall fyrir ríkjandi stjórnmálaöfl á Íslandi sem höfðu að hluta glatað trausti kjósenda. Í kjölfar kosninga varð Jón Gnarr borgarstjóri og sat út kjörtímabilið. Jón sat undir gagnrýni fyrir nálgun sína og túlkun á starfi borgarstjóra í stjórnartíð sinni og í opinberri umræðu var þeirri fullyrðingu fleygt fram að Jón væri í raun ekki borgarstjóri Reykjavíkur, heldur væri borginni stýrt af embættismönnum og Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingar, sem myndaði meirihluta ásamt Jóni og Besta flokknum.
  Í þessari ritgerð verður kannað hvort slíkar fullyrðingar eigi við rök að styðjast.
  Við vinnslu þessarar ritgerðar notast höfundur við m.a. fyrirliggjandi gögn, s.s. ýmis opinber gögn, fréttaefni frá þessu tímabili o.fl. heimildir. Rannsókn þessarar ritgerðar byggir að miklu leyti á fjórum viðtölum við einstaklinga sem gengdu lykilhlutverkum í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar á þessu tímabili.
  Helstu niðurstöður eru á þá leið að Jón Gnarr hafi sannarlega verið borgarstjóri Reykjavíkur. Hann nálgaðist starf borgarstjóra um margt með ólíkum hætti en fyrirrrennarar hans í starfi. Jón Gnarr mótaði embætti borgarstjóra á sinn hátt og færði embættismönnum aukna ábyrgð og völd.

 • Útdráttur er á ensku

  The Best Party’s and Jón Gnarr’s election triumph in the Reykjavík city council elections in 2010, is one of the most remarkable event in Iceland’s political history. At the same time, the victory came as a shock for the prevailing political class that the voters had obviously lost trust in. Following the elections, Jón Gnarr became mayor of Reykjavík and held the position until the end of the four year term. Jón was criticized for his approach and interpretation on how the mayor should do his job and the public discourse depicted him as not really being mayor in reality. The city was supposedly being run by city officials and Jón’s colleague, Dagur B. Eggertsson, the leader of Samfylkingin, the party in coalition with the Best Party.
  This thesis will examine whether these statements can be argued. In the analytical part of the thesis, the author used secondary sources, including official data and news stories from the four year term. The empirical study is based heavily on four qualitative, in-depth interviews with individuals who played a key role in the city’s administration at the time.
  The main results of the thesis are that Jón Gnarr truly was the mayor of Reykjavík. He approached the job as a mayor quite differently than many of his predecessors. Jón Gnarr shaped the post of mayor in his own way and gave other city officials enhanced responsibility and power.

Samþykkt: 
 • 6.1.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Var Jón Gnarr borgarstjóri 2015.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna