is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20257

Titill: 
  • Leitin að raunveruleikanum; Saga, aðferðir og þróun etnógrafískra kvikmynda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Etnógrafískar kvikmyndir er kvikmyndaform innan mannfræðinnar sem notað er til að endurspegla menningu. Meginmarkmið etnógrafískra kvikmynda er að sýna raunveruleikann eins og hann er hverju sinni. Kvikmyndaformið er aðferð innan sjónrænnar mannfræði, sem hefur átt erfitt uppdráttar innan mannfræðinnar í gegnum tíðina. Á seinni árum hefur þó sjónræn mannfræði hlotið meiri viðurkenningu og er stuðst við hið sjónræna í mörgum þáttum innan mannfræðinnar. Meðal þess sem deilt hefur verið um innan sjónrænnar mannfræði er hvort raunveruleiki etnógrafískra kvikmynda sé sannur. Í þessari ritgerð er farið yfir ýmsa þætti í sögu, þróun og aðferðafræði etnógrafískra kvikmynda. Kynntir eru helstu áhrifavaldar sjónrænnar mannfræði og farið yfir hugmyndafræði þeirra. Einnig er farið yfir frumkvöðla innan etnógrafískra kvikmynda, hugmyndir, aðferðir og leit þeirra að raunveruleikanum. Tækninni hefur fleygt fram, þróun kvikmyndavéla, hljóðbúnaða og vinnslu myndefnisins hefur gert það að verkum að mögulegt er að sýna það ósýnilega á vettvangi í dag. Gerð verður grein fyrir því hvernig hægt er að sjá og kvikmynda menningu út frá félagslegum atbeina, táknum, sjálfsvitund og sviðsettum leik.

Samþykkt: 
  • 7.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20257


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Margrét Ásbjarnardóttir.pdf748.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna