en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2026

Title: 
 • Title is in Icelandic „Sína ögnina af hvoru“ : matarvenjur í Aðalvík 1920-1950
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangurinn með ritgerð þessari var að skoða matarvenjur fólks sem búsett var í Aðalvík, á norðanverðum Vestfjörðum, á árunum 1920-1950. Skoðuð voru helstu sérkenni þeirra og athugað hvort þær tóku einhverjum breytingum þegar breska herliðið kom að Sæbóli við upphaf seinni heimsstyrjaldar. Jafnframt voru athugaðar breytingar á matarvenjum fólksins við búferlaflutninga, þegar Aðalvík lagðist í eyði um miðja tuttugustu öldina.
  Viðmælendurnir voru fjórir, þrjár konur og einn karl, sem öll fæddust á þriðja áratug síðustu aldar og voru uppalin Sæbólsmegin í Aðalvík. Viðtölin voru framkvæmd með óstöðluðum einstaklingsviðtölum sem teljast til aðferðafræði eigindlegra rannsókna. Viðtalsramminn var byggður á efnisgrind ritgerðarinnar.
  Fram kom í viðtölunum við þessa aðila að nálægðin við sjóinn hafði talsverð áhrif á mataræði þeirra, því einhverskonar fiskmeti var borðað sex daga vikunnar. Þrátt fyrir komu breska hersins tóku matarvenjur fólksins, Sæbólsmegin í Aðalvík, ekki miklum breytingum. Heimamenn sáu ýmsar nýjungar í mat en almennt stóð fólkinu sá matur ekki til boða. Þó fengu þeir heimamenn sem unnu hjá herliðinu, eða seldu því nýmeti, stundum tækifæri til að bragða nýjar matartegundir.
  Með komu hersins fengu margir heimamenn launaða vinnu í fyrsta skipti á ævinni. Þeir peningar áttu ef til vill sinn þátt í því að íbúarnir fluttu búferlum til þéttbýlisins.
  Við búferlaflutningana breyttust matarvenjur fólksins. Það varð að laga fæðuval sitt að breyttum aðstæðum þéttbýlisins því í sveitinni var fólkið vant að hafa aðgang að nýju sjávarfangi og heimafengnum landbúnaðarafurðum. Helstu breytingar í mataræði þess var aukinn aðgangur að nýju kjötmeti og meira vöruúrvali, vegna þess að verslanirnar voru nær fólkinu en áður.
  Lykilorð: Máltíðir.

Description: 
 • Description is in Icelandic Grunnskólakennarafræði
Accepted: 
 • Nov 26, 2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2026


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaverkefni_skilad.pdf256.48 kBLockedHeildartextiPDF