Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20261
Í þessari ritgerð er fjallað um ánægju nemenda Menntavísindasviðs Háskóla Íslands með bókasafn sviðsins. Markmiðið rannsóknarinnar er að komast að því hversu ánægðir nemendur sviðsins eru með þjónustu bókasafnsins og hvaða þætti þjónustunnar nemendur eru helst ánægðir/óánægðir með. Notast var við megindlega aðferðafræði þar sem rafræn könnun var send til allra nemenda á sviðinu. Alls bárust 375 svör, frá 323 konum og 48 körlum en kyn fjögurra þátttakenda var ótilgreint. Almennt voru notendur safnsins ánægðir með þjónustu þess. Mest var ánægjan með upplýsingaþjónustu og viðmót starfsfólks og safnkost en minnst með aðstöðuna á safninu. Á nokkrum þjónustusviðum mátti sjá mun á milli hópa. Konur eru ánægðari en karlar með netviðmót og safnkost safnsins en ekki er munur á ánægju í meðalskori allra þjónustuþátta milli kynja. Skoðað út frá deildum er Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild óánægðari með safnkostinn en Uppeldis- og menntunarfræðideild og Kennaradeild. Einnig er Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild óánægðari en Kennaradeild með afgreiðslutíma. Uppeldis- og menntunarfræðideild er ánægðari með netviðmót safnsins en Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild. Enginn munur er á ánægju milli deilda þegar meðalskor allra þjónustuþátta er skoðað. Nemendur í framhaldsnámi eru ánægðari með aðstöðu en nemendur í grunnnámi, og hér mælist einnig munur á heildarskori ánægju þar sem framhaldsnemar eru ánægðari.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MLIS_LOKARITGERD.pdf | 1,15 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |