is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20262

Titill: 
 • Framtíðarmöguleikar rafrænnar náms- og starfsráðgjafar á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sérfræðingar á sviði náms- og starfsráðgjafar á Íslandi hafa hannað vefgátt sem á að veita heildstæðar upplýsingar og ráðgjöf um nám og störf. Vefgáttin gæti markað nýja stefnu í þróun rafrænnar stjórnsýslu þar sem tæknivæðing íslenska ríkisins í rafrænni stjórnsýslu er ábótavant miðað við hátt stig tækniþekkingar og önnur lönd.
  Markmið þessarar eigindlegu rannsóknar var að koma til móts við fjölbreyttan íslenskan ráðþegahóp og rannsaka þá möguleika sem upplýsinga- og samskiptatæknin getur boðið upp á innan náms- og starfsráðgjafar með því að ræða við reynda danska netráðgjafa sem hafa unnið við rafræna náms- og starfsráðgjöf hjá ráðgjafarstofnuninni e-Vejledning.
  Rannsóknarspurningarnar voru tvær. Spurt var yfir hvers konar hæfni náms- og starfsráðgjafar þurfi að búa til að nýta rafræna náms- og starfsráðgjöf sem og hverjir kostir og vandkvæði rafrænnar náms- og starfsráðgjafar væru. Kannað var hvort kynbundinn munur væri á hæfni ráðgjafa og hvað hægt væri að gera til að minnka líkurnar á öryggis- og trúnaðarbrotum.
  Niðurstöður benda til þess að náms- og starfsráðgjafar þurfi ekki að vera sérfræðingar í upplýsinga- og samskiptatækni til að geta beitt rafrænni náms- og starfsráðgjöf. Kynbundinn munur netráðgjafa virðist ekki hafa áhrif á hæfni þeirra eða þekkingu og kostir rafrænnar náms- og starfsráðgjafar eru umtalsvert fleiri en vandkvæði.

 • Útdráttur er á ensku

  Experts in the field of career and guidance counselling in Iceland have designed and built a website which provides integrated information and counselling about education and the work market. The website could bring about a new policy in the development of e-public administration as the Icelandic e-public administration is defective compared to the high level of technological knowledge in Iceland and to other countries.
  The objective of this qualitative research was to meet the needs of diverse Icelandic users and research the potential that information and communication technology (ICT) has to offer within career and guidance counselling by interviewing experiensed Danish e-counsellors who have worked within the fields of e-counselling at e-Vejledning.
  Two main questions were asked. What ability and qualifications do career and guidance counsellors need to have to be able to use online counselling and what is the advantage and disadvantage of that type of counselling. Every endeavour was made to see whether there was a gender difference in the counsellor´s qualification and what could be done to reduce the odds of breach of safety and confidentiality.
  The result of this research indicates that career and guidance counsellors do not need to be experts in information and communication technology (ICT) to be able to counsel within e-career and guidance counselling. Gender difference of e-counsellors does not appear to have an impact on their ability or knowledge and the advantage of e-career and guidance counselling is far greater than the disadvantage.

Samþykkt: 
 • 7.1.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/20262


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lísa María Kristjánsdóttir.pdf830.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna