is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20264

Titill: 
  • Einka- og ríkisvæðing kvenlíkamans á Indlandi. Stuðlar heilsuferðamennska að spillingu á sviði staðgöngumæðrunar á Indlandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með þessari ritgerð er að reyna að varpa ljósi á þau áhrif sem alþjóðleg/þverþjóðleg heilbrigðisþjónusta (heilsuferðamennsku) hefur á staðgöngumæðrun á Indlandi. Fjallað er í ritgerðinni um hindranir í formi einkavæðingar heilbrigðiskerfa og spillingar á þverþjóðlegum markaði tæknifrjóvgana þar sem Indland og Bandaríkin eru dæmi um slíkt. Á Indlandi er einn stærsti og mest vaxandi markaður heilsuferðamennsku. Áhersla indversku ríkisstjórnarinnar á vöxt heilsuferðamennsku hefur gert það að verkum að meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hefur flutt sig úr opinbera heilbrigðiskerfinu yfir í hið einkarekna. Um leið hefur geta opinbera kerfisins til að sinna grunnþörfum borgaranna minnkað. Einkavæðing og þar með minni áhersla á heilbrigðisþjónustu til almennings er ekki eina neikvæða birtingarmynd heilsuferðamennsku heldur ekki síður hvernig þessa nýja „atvinnugrein“ leikur þá sem hvað minnst mega sín í indversku samfélagi, sjálfar staðgöngumæðurnar. Út frá kenningu Appadurai um flæði og hindranir verður reynt að sýna fram á að markaður staðgöngumæðrunar á Indlandi er birtingarmynd hindrunar innan heilsuferðamennsku og hnattvæðingar. Lokaorð ritgerðarinnar gefa til kynna að markaður staðgöngumæðrunar á Indlandi sé spilltur og að heilsuferðamennska hafi augljóslega haft mikil áhrif á uppgang þess. Spillingin sjáist hvað best í raunum indverskra staðgöngumæðra sem eru vægast sagt ómannúðlegar. Það liggi í augum uppi að heilsuferðamennska ýtir undir spilltan markað staðgöngumæðrunar á Indlandi.

Samþykkt: 
  • 7.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba-skemman.pdf385.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna