is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20265

Titill: 
  • „Þessi maður tæklar meira en við, þú veist, þetta er ekki hommi!“ Rannsókn á knattspyrnu frá hinsegin sjónarhorni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um knattspyrnu frá hinsegin sjónarhorni. Notast er við verkfæri þjóðfræðinnar og hinsegin fræða (e. queer studies) til að rannsaka samspil knattspyrnu, karlmennsku og kynhneigðar. Rannsóknin byggir á viðtölum við sjö karlmenn, samkynhneigða og gagnkynhneigða, sem eiga knattspyrnuáhuga og -þáttöku sameiginlega. Knattspyrna er risavaxið menningarfyrirbæri sem iðkuð er af milljónum manna um heim allan, auk þess er gífurlegur fjöldi sem tekur þátt í henni óformlega, t.d. sem áhorfendur og aðdáendur. Hana er nær ómögulegt að hunsa. Hún er auk þess mikið karlaveldi og virðist ganga út á karlmennsku. Karlar að keppa við karla, fyrir framan aðra karla sem horfa á. Samkynhneigð og knattspyrna hafa átt litla samleið og á yfirborðinu virðist knattspyrna eingöngu gagnkynhneigt fyrirbæri. Helsta birtingarmynd samkynhneigðar innan knattspyrnunnar eru hinsegin utandeildarlið og er tilgangur þeirra að skapa rými fyrir hinsegin karlmenn innan knattspyrnu þar sem áður var ekkert. Knattspyrna er karlaveldi þar sem karlmennsku verður að sýna og sanna, stilla henni upp á móti því sem þykir ókarlmannlegt, kvenlegt og hommalegt. Grunnskilyrði hefðbundinnar karlmennsku er gagnkynhneigð: ætíð er gert ráð fyrir gagnkynhneigð knattspyrnukarla. Auk þess er hluti af knattspyrnukarlmennsku að halda á lofti ýktri staðalímynd af hommum. Táknræn yfirráð gagnkynhneigðar eru enn einkennandi fyrir samfélagsgerðina. Þess er krafist af fólki að falla undir hana. Þetta kemur skýrt fram ef málið er skoðað útfrá knattspyrnu karla. Fjölbreytileikinn er lítill. Hins vegar er ekki um meðvituð yfirráð að ræða, frekar um hefðbundinn menningarheim sem alltaf hefur verið eins og hann er. Fordómafullt orðbragð innan knattspyrnu byggir að mínu mati á fáfræði. Ásetningurinn er að gera lítið úr öðrum „gagnkynhneigðum“ körlum en beinist ekki gegn hommum eða konum. Hins vegar afhjúpar það ákveðið gildismat sem setur samkynhneigða karla og konur skör neðar en gagnkynhneigða karla. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða menningarfyrirbærið knattspyrnu frá hinsegin sjónarhorni; hvernig samband knattspyrnu, kynhneigðar og karlmennskuhugmynda birtist í orðfæri og upplifun leikmanna, bæði samkynhneigðra og gagnkynhneigðra.

Samþykkt: 
  • 7.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Ásgeirsdóttir.pdf781,35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna