is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20266

Titill: 
  • Upplifun og líðan nemenda í atvinnutengdu námi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið með þessari rannsókn var að kanna hver upplifun nemenda væri af atvinnutengdu námi, en því er ætlað til að koma til móts við nemendur í 9. og 10. bekk sem finna fyrir vanlíðan innan skólans, svo sem vegna námsörðugleika og/eða félagslegrar stöðu. Sjónum var beint að þáttum sem við koma sjálfsmynd, líðan og framtíðarsýn nemendanna. Beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við sex grunnskólanemendur sem höfðu reynslu af atvinnutengdu námi. Helstu niðurstöður sýna fram á að upplifun þessara nemenda af atvinnutengdu námi er jákvæð. Þeim fannst þeir hafa ákveðnu hlutverki að gegna á vinnustað, leið vel þar og voru sjálfsöruggari eftir að hafa byrjað í náminu. Þá fannst nemendunum það einnig kostur að hafa verið í þessu námi hvað framtíðina varðar, svo sem að velja framhaldsskóla og hvaða námsbraut þeir stefna á. Þessir nemendur upplifðu oft og tíðum vanlíðan innan skólans, áttu við námsörðugleika að stríða. Styrkleikar þeirra fengu því ekki að njóta sín innan veggja skólans. Vonast er til að niðurstöðurnar skili sér í auknum skilningi á þeim nemendum sem standa höllum fæti innan skólakerfisins og úrræðinu Atvinnutengt nám.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study is to study students’ personal experiences of work-based learning. The aim of work-based learning is to meet requirements of students feeling distressed within the educational system because of either learning disabilities or social status. The main focus in the study is on elements related to identity, feelings and future vision. This is a qualitative study based on six interviews with students within their last two years of compulsory education that have a work-based learning experience. The main results demonstrate that the students’ experiences are positive. The students experienced that they had a role within the workplace, felt good there and found themselves to be more confident after starting their work-based learning. The students also found the work-based learning to their advantage when considering the future, such as choosing secondary schools and what courses to take. These students felt more or less afflicted in their schools, struggled with learning disabilities and therefore could not find their strength within the schools walls. The hope is that the results of this study will bring a better understanding of disadvantaged students within the educational system and how work-based learning can be of benefit to them.

Samþykkt: 
  • 7.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rakel Sif Níelsdóttir.pdf679.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna