is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20270

Titill: 
  • Ímyndarsköpun kynþáttahyggu: Áhrif hugtaksins negri á mótun sjálfsmyndar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kynþáttur er félagsleg sköpun sem kom fram á sjónarsviðið á 18.- 19. öld og þróaðist kynþáttahugtakið í takt við þrælasölu og nýlenduhyggju. Hugmyndafræði hennar byggir á að kynþættir mannkys séu ólíkir og aðgreinanlegir. Þar eru stöðugar orðræður um svarta sem óæðri kynþátt sem séu ekki jafn menningarsinnaðir og hvítir. Þrátt fyrir að mannfræðin hafi sýnt fram á að hugtakið kynþáttur eigi sér ekki við vísindaleg rök að styðjast, trúir fólk að meðlimir ólíkra kynþátta séu á eðlislægan hátt öðruvísi en hvítir. Þetta birtist í því sem fólk telur gjarnan vera svört og hvít menning. Neikvæðar staðalímyndir og viðurnefni hafa oft verið notað í garð hins svokallaða svarta kynþátts. Orðið negri hefur gjarnan verið notað sem neikvætt viðurnefni í garð svartra. Orðið negri hefur verið verið notað í neikvæðum orðræðum beint í garð einstaklinga sem teljast svartir til að undirstrika að þeir séu taldir óæðri frá sjónarhorni kynþáttahyggjunnar. Skoða ég upphaf, þróun og notkun orðsins negri. Einnig leitast ég við að skoða notkun þess innan um hipphopp heiminn. Þar hafa svartir Bandaríkjamenn tekið upp hugtakið og snúið neikvæðum merkingum hennar við. Mikilvægt er að skoða hver notkun hugtaksins negri er í alþjóðlegu samhengi. Í notkun orðsins negri er fólgin ákveðin valdefling.

Samþykkt: 
  • 7.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sanna Magdalena Mörtudóttir(1).pdf565,51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna