Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20271
Einstaklingar móta sjálfa sig með hjálp efnislegra þátta. Efnismenning er grunnur fyrir allt sem myndar samfélag. Í hverju samfélagi eru gerðar kröfur til fólks hvernig það kemur fram. Útlitskröfur á karlmenn eru engin undantekning. Ákveðnar kröfur eru gerðar til karlmanna rétt eins og til kvenfólks, oft í anda menningabundinna hugmynda samfélags um stöðu fólks samkvæmt kyngervi. Útlit einstaklinga skiptir þar af leiðandi máli þar sem það er birtingarmynd sjálfsmynda þeirra. Í neyslusamfélögum eru gerðar ákveðnar kröfur til einstaklinga að fylgja ákveðnum samfélagslegum normum og viðmiðum þegar það kemur að útliti og klæðnaði. Ríkjandi stéttir hvers samfélags ákveða tísku og smekk manna. Fatnaður getur t.a.m. sagt til um samfélagslega stöðu fólks og atbeini þeirra. Fólk fylgir þessum viðmiðum að einhverju leyti en hefur meiri sjálfsákvörðunarétt eftir því sem það er hærra sett í samfélaginu og býr yfir menningarlegum auð. Með neyslu hafa karlmenn á jaðrinum fundið leið til þess að vera virkir þátttakendur í samfélaginu með hjálp efnislegra hluta eins og fatnaði, líkamsskrauti eða líkamsbreytingum. Þessar birtingarmyndir styðjast stundum við menningarbundnar hugmyndir um kyngervi og ríkjandi karlmennsku á meðan aðrar t.a.m. samkynhneigð karlmennska ögra þessum hugmyndum. Í þessari ritgerð mun ég skoða mismunandi birtingamyndir karlmanna í neyslusamfélögum og sjá hvort þessar hugmyndir styðja-eða brjóta í bága við grunnhugmyndir samfélagsins um stöðu karlkyns einstaklinga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAritgerðGunnarFriðrikEðvarðsson.pdf | 3,28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |