is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20273

Titill: 
  • Eru börn gerendur eða bjargarlausar verur? Stuðningur við börn foreldra með geðraskanir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Alls staðar í heiminum er að finna fólk sem þjáist af geðröskunum og er stór hluti þessa fólks umönnunaraðilar barna. Það er staðreynd að geðröskun foreldra hefur mikil áhrif á hvort börn þrói sjálf með sér geðröskun. Þessi börn eru því miður ósýnileg, bæði í heilbrigðiskerfinu sem og félagsþjónustunni. Í þessari ritgerð er afskiptaleysið við hin ósýnilegu börn foreldra með geðraskanir skoðað og hvort það sé gert ráð fyrir gerendahæfni (e. agency) þeirra. Farið er yfir sögu rannsókna mannfræði á og með börnum en mannfræðin, sem og aðrar fræðigreinar, hafa litið á börn sem gerendur í eigin lífi í fjöldamörg ár. Þá er fjallað um úrræði fyrir börn foreldra með geðraskanir og hvort tekið sé mið af gerendahæfni þeirra líkt og gert er í mannfræðinni, en svo reyndist ekki raunin. Það er ekki fyrr en árið 2008 að fyrsta meðferðarúrræðið fyrir fjölskyldur sem berjast við geðraskanir var sett á laggirnar hér á landi og er enn langt í land þegar kemur að því að börn séu tekin alvarlega sem gerendur í eigin lífi. Stofnanir sem starfa með börnum ættu að taka mannfræðina sér til fyrirmyndar þegar kemur að þessum málum.

Samþykkt: 
  • 7.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20273


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásthildur Embla.pdf672.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna