is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20275

Titill: 
  • Ímynd Íslands: Áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli 2010
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónustan er lykilútflutningsvara margra landa og hefur átt sér stað mikill vöxtur á alþjóðavísu á sviði ferðaþjónustu. Þessum mikla vexti hefur fylgt harðnandi samkeppni. Ímynd áfangastaða er mikilvæg þar sem jákvæð ímynd getur aukið samkeppnishæfni og laðað að ferðamenn og fjárfesta en jafnframt getur neikvæð ímynd haft slæm áhrif á framtíðarhorfur. Vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið mikill á Íslandi og því mikilvægt að fylgjast með ímynd þess. Samkvæmt skýrslu FutureBrand geta þó neikvæðar fréttir styrkt stöðu lands.
    Markmið rannsóknarinnar var að kanna ímynd Íslands í huga erlendra ferðamanna sem sækja landið heim og hvort ímynd Íslands hafi breyst í kjölfar fréttaflutninga um eldgosið í Eyjafjallajökli. Unnið var úr rannsókn sem framkvæmd var sumarið 2014 en rannsóknin er endurtekning á rannsókn sem hefur verið framkvæmd áður. Rannsóknin hafði verið framkvæmd árið 2008 og tvær rannsóknir voru framkvæmdar árið 2009 en þær voru sameinaðar í eina rannsókn. Þessar rannsóknir voru svo notaðar til samanburðar til að kanna hvort ímynd Íslands hafi breyst.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru settar í vörukort sem sýndu að sterkustu eiginleikar Íslands eru Tækifæri til ævintýra, Öruggur staður til að sækja heim og svo Landslag og náttúrufegurð og Vinalegt og gestrisið en það eru sömu niðurstöður og sjá má úr rannsóknum árið 2008 og 2009. Staðfærsla ímyndar Íslands er skýr og er hin sama öll árin. Af þessu má draga þá ályktun að umfjöllun um eldgosið í Eyjafjallajökli hafi ekki haft neikvæð áhrif á ímynd Íslands í huga erlendra ferðamanna sem sækja landið heim aftur á móti hefur ímyndin styrkst. Niðurstöður bakgrunnsspurninga leiddu jafnframt í ljós að ímynd Íslands er á heildina litið jákvæð í huga erlendra ferðamanna sem sækja landið heim.

Samþykkt: 
  • 7.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð Ásgerður Ágústsdóttir 2014.pdf3.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna