is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20282

Titill: 
  • Jafnvægið milli vinnu og fjölskydulífs: Áhrif vaktavinnu/óreglulegs vinnutíma á togstreitu milli vinnu og fjölskyldulífs
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif óreglulegs vinnutíma á jafnvægið milli vinnu og fjölskyldulífs. Rannsókn þessari er ætlað að leiða í ljós hvort að munur sé á upplifun starfsfólks á togstreitu milli vinnu og fjölskyldulífs eftir því hvort það stundar reglulegan eða óreglulegan vinnutíma. Áhrif óreglulegs vinnutíma, líkt og vaktavinna, á jafnvægið milli vinnu og fjölskyldulífs hafa verið mikið rannsökuð og sýna niðurstöður oft neikvæð áhrif óreglulegs vinnutíma (Albertsen, Rafnsdóttir, Grimsmo, Tómasson og Kauppinen, 2008; Fenwick og Tausig, 2001; Jansen, Kant, Nijhuis, Swaen og Kristensen, 2004). Það er ekki einungis vinnutími sem hefur áhrif á samspil vinnu og fjölskyldulífs, það eru fjölmargir þættir sem hafa áhrif á þetta flókna samspil. Hér verða áhrif sveigjanleika í starfi, kyns og aldur barna á togstreitu milli vinnu og fjölskyldulífs könnuð.
    Notast var við megindlega aðferðafræði við gerð þessara rannsóknar. Spurningalisti var sendur með tölvupósti til starfsfólks tveggja fyrirtækja. Alls höfðu 960 manns möguleika á að svara könnuninni. Heildar svarhlutfallið var 26,6% en af 255 þátttakendum luku 246 við könnunina.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru eftirfarandi. Á bilinu 32% til 39% þátttakenda upplifa togstreitu milli vinnu og fjölskyldulífs. Ekki var marktækur munur á þeim sem stunda vaktavinnu og þeim sem stunda dagvinnu, þó virtust konur sem stunda vaktavinnu upplifa oftar togstreitu en þær sem stunda dagvinnu en munurinn var ekki marktækur. Marktækur munur fannst þó á milli þeirra sem stunda átta klukkustunda vaktir og þeirra sem stunda lengri vaktir eða dagvinnu þar sem þeir sem stunda átta klukkustunda vaktir upplifa meiri togstreitu milli vinnu og fjölskyldulífs. Ekkert samband mældist milli sveigjanleika í starfi og togstreitu milli vinnu og fjölskyldulífs og ekki var marktækur munur á upplifun kynjanna á togstreitu milli vinnu og fjölskyldulífs. Aldur barna virtist þó hafa mikil áhrif en þeir sem eiga yngsta barn á leikskólaaldri upplifa marktækt meiri togstreitu milli vinnu og fjölskyldulífs en aðrir.

  • Útdráttur er á ensku

    The main purpose of this research is to examine the relationship between irregular work hours and work-family balance. This research will examine the difference in work-family conflict that may exist between those who work irregular hours and those who work regular hours. Research has shown that irregular work hours can have negative effect on work-family balance (Albertsen, Rafnsdóttir, Grimsmo, Tómasson and Kauppinen, 2008; Fenwick and Tausig, 2001; Jansen, Kant, Nijhuis, Swaen and Kristensen, 2004). Although work hours have considerable effect on the work-family balance it is important to include other factors. In this research the effects of factors like work flexibility, gender and age of children will be explored.
    A quantitative research method was used in this research in which two companies participated. A questionnaire was sent by e-mail to all employees of the two companies, a total of 960 employees. Out of 960 employees 255 answered which accounts for 26,6% response rate and 246 employees completed the questionnaire.
    The main results of this research are as follows. About 32% to 39% of participants in this research experience difficulties with work-family balance or work-family conflict. There was not a significant difference between those who work irregular hours and those who work regular hours, though women who work irregular hours did seem to experience more work-family conflict than women who work regular hours but the difference was not significant. There was a significant difference between those who work eight-hour shifts and those who work longer shifts or work daytime. Those who work eight-hour shifts experience more work-family conflict than others. No relationship was found between work flexibility and work-family conflict and the difference in work-family conflict between genders was not significant. Age of children seemed to have considerable effect on work-family balance. Those who have their youngest child at the age of 0-5 years old experience significantly more work-family conflict than others.

Samþykkt: 
  • 8.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20282


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GEJ-lokaskjal.pdf1,71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna