Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/20283
Í kjölfar hnattvæðingar hefur hreyfanleiki fólks á milli landsvæða aukist. Fyrirtæki eiga oft dótturfyrirtæki í fjölmörgum löndum og fólk starfar í auknu mæli við fjölmenningarlegar aðstæður. Innan alþjóðlegrar mannauðsstjórnunar hefur talsvert verið fjallað um útsenda starfsmenn og ýmsa erfiðleika sem geta fylgt þegar þeir flytja til annarra landa. Lítið er til af rannsóknum um upplifun erlendra útsendra starfsmanna á Íslandi og markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig útsendum starfsmönnum gekk að aðlagast íslenskri menningu, fyrirtækjamenningu og að eiga samskipti við Íslendinga.
Gerð var eigindleg rannsókn þar sem notast var við aðferðarfræði fyrirbærafræðinnar. Tekin voru tólf viðtöl við útsenda starfsmenn búsetta á Íslandi í þeim tilgangi að kanna menningaraðlögun, vinnustaðaaðlögun og samskiptaaðlögun þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að það er frekar auðvelt fyrir útsenda starfsmenn að aðlagast almennt á Íslandi, sérstaklega ef þeir eru frá nálægum löndum í Evrópu eða Norður-Ameríku. Niðurstöður rannsóknarinnar benda ennfremur til þess að almennt var auðvelt að aðlagast íslenskri fyrirtækjamenningu og viðmælendur upplifðu almennt meiri sveigjanleika og fríðinda en þeir voru vanir. Æskilegt væri að íslensk fyrirtæki myndu bjóða starfsmönnum og fjölskyldum þeirra upp á meiri þjálfun en þau gera núna, bæði fyrir flutning og eftir komuna. Að lokum ber að nefna að niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að útsendir starfsmenn voru almennt ánægðir með samskipti sín við Íslendinga þó svo að það gat verið erfitt að kynnast Íslendingum til að byrja með.
Globalization has drastically increased people‘s mobility. Many companies have subsidiaries in several different countries and people increasingly work in multicultural environments. The difficulties that expatriates face when moving to a different country has been studied for some time within the field of International Human Resource Management. However, little research has been done on expatriate‘s experiences in Iceland. That is why it was decided to research how expatriates have adjusted to Icelandic culture, work culture and to communicating with Icelandic people.
A qualitative research based on phenomenological methodology was carried out. Twelve interviews were taken with expatriates living in Iceland. The purpose was to research their cultural, work and communication adjustment. The results show that it is fairly easy in general for expatriates to adjust to living in Iceland, especially if they are from Europe or the North America. The results also indicate that adjusting to Icelandic work culture was mostly easy. On average the expatriates experienced more flexibility and benefits than they were previously accostomed to. However, the results indicate that it would be beneficial for Icelandic companies to offer expatriates and their families more training, before and after deployment, than they currently do. Finally the results showed that the expatriates were overall happy with how well they were able to communicate with Icelandic people, even though it could be difficult initially getting to know them.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MSlokaskjal.pdf | 748,35 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |