is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20285

Titill: 
  • Bloggfærsla sem auglýsing: Trúverðugleiki og áhrif á kaupáform neytenda
  • Titill er á ensku Blog advertising: Credibility and impact on consumer purchase intentions
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að kanna mun á trúverðugleika auglýsinga og bloggfærslna og hver áhrif þeirra eru á kaupáform fólks.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem spurningalisti var lagður fyrir 149 þátttakendur sem tóku þátt eftir að hafa séð rannsókninni deilt á samfélagsmiðinum Facebook. Rannsóknin var sett upp á vefsíðunni QuestionPro.com og sá hugbúnaður síðunnar um að skipta þátttakendum handahófskennt í tvo hópa. Hóparnir tveir fengu síðan sitt hvort áreitið. Annar hópurinn las bloggfærslu skrifaða af bloggaranum Elísabetu Gunnarsdóttur hjá Trendnet en hinn hópurinn skoðaði auglýsingu hannaða af rannsakanda. Unnið var út frá sama þema við gerð auglýsingarinnar og bloggfærslunnar. Það var gert til þess að sömu upplýsingar kæmu fram hjá báðum hópum svo að misjöfn upplýsingagjöf yrði ekki áhrifaþáttur. Þegar þátttakendur höfðu lokið við að skoða áreitið sem fyrir þá var lagt fengu báðir hóparnir sama spurningalistann. Alls voru átta spurningar á spurningalistanum, fimm spurningar sneru að trúverðugleika, ein að kaupáformum auk tveggja bakgrunnsspurninga um kyn þátttakenda og aldur.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að bloggfærslur eru metnar trúverðugri en hefðbundnar auglýsingar. Auk þess kom fram að bloggfærslur hafa meiri áhrif á kaupáform heldur en hefðbundnar auglýsingar. Þó ekki sé hægt að alhæfa neitt með niðurstöðurnar eða yfirfæra þær á alla landsmenn, þá gefa þær góða mynd af virkni bloggfærslna sem auglýsinga.

Samþykkt: 
  • 8.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20285


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
egill_bjornsson_BS.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna