is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20290

Titill: 
  • Lagalegt umhverfi frumkvöðlafyrirtækja: Greining og tillögur að úrbótum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Til að viðhalda þeim lífsgæðum sem hafa viðgengis hér á landi undanfarna áratugi þarf hagvöxtur hér á landi að haldast bæði jákvæður og stöðugur. Þar sem stærstu iðngreinar Íslands eru bundnar stækkunartakmörkunum er nauðsynlegt að aðrar iðngreinar öðlist aukið mikilvægi í íslenskum efnahag. Mun alþjóðageirinn á Íslandi þurfa að bera stóran hluta af þessum birgðum. Til að frumkvöðlafyrirtæki sem mynda alþjóðageirann geti staðið undir auknu mikilvægi þarf lagalegt umhverfi þeirra vera eins og gott mögulegt er til að fyrirtæki sjái hag sinn að því að starfa hér á landi.
    Raunin er að lagalegt umhverfi frumkvöðlafyrirtækja á Íslandi er að mörgu leiti jákvætt og stendur samanburðarlöndum aðeins að baki á nokkrum sviðum. Í fyrsta lagi hafa gjaldeyrishöftin reynst frumkvöðlum erfiður ljár í þúfu og hafa leitt til þess að fjölmörg fyrirtæki sem stofnuð voru af íslenskum frumkvöðlum og eru starfrækt á Íslandi hafa verið skráð erlendis. Þá gera gjaldeyrishöftin einnig frumkvöðlafyrirtækjum erfitt að fá fjármögnun og gera eigindum slíkra fyrirtækja erfitt um vik við sölu þess. Í annan stað er flækjustig íslensk regluverks hátt, sem gerir frumkvöðlafyrirtækjum sem hafa takmörkuð fjárráð milli handanna erfitt um vik. Einföldun regluverks myndi hafa jákvæðar afleiðingar á mörgum sviðum regluverksins. Sér í lagi þarfnast skattalöggjöf einföldunar, sem og regluverk um aðkomu sérfræðinga. Þá þarf einnig að einfalda umsóknarferli frumkvöðla í Tækniþróunarsjóð, sem hefur reynst frumkvöðlum landsins ákaflega mikilvægur. Þá eru hvatar til fjárfestingar í frumkvöðlasterfsemi ekki nægilega vel nýttir miðað við samanburðarlönd.

Samþykkt: 
  • 8.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
nger einkunn.pdf150.28 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Spurningalisti.pdf97.49 kBOpinnSpurningalistiPDFSkoða/Opna
Hermann Þór Þráinsson.pdf2.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Hermann.pdf415.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF